IKEA, Barnaheill ? Save the Children, Unicef og World Wildlife Fund (WWF) tilnefnd til verðlauna Ethical Corporation fyrir ?Besta samstarfið?

Verðlaunum Ethical Corporation er ætlað að heiðra framúrskarandi og ábyrga viðskiptahætti. Ethical Corporation er fjölmiðlafyrirtæki sem var stofnað árið 2001. Það er þekkt fyrir hlutlægt álit og skarpa innsýn og er talið fremst meðal jafningja á sviði samfélagslegrar ábyrgðar.

Verðlaunum Ethical Corporation er ætlað að heiðra framúrskarandi og ábyrga viðskiptahætti. Ethical Corporation er fjölmiðlafyrirtæki sem var stofnað árið 2001. Það er þekkt fyrir hlutlægt álit og skarpa innsýn og er talið fremst meðal jafningja á sviði samfélagslegrar ábyrgðar.

IKEA er tilnefnt fyrir það takmark sitt að koma á langvarandi og stórtækum félags- og umhverfisbreytingum í hefðbundinni bómullarræktun, með samstarfi við Barnaheill – Save the Children, Unicef og WWF. Með samstarfi við IKEA – félagslegt frumkvæði (Social Initiative) og WWF, er hægt að styðja við sameiginleg verkefni Barnaheilla – Save the Children og Unicef til langs tíma, þar sem áherslan er á mikilvægi menntunar. Þannig verða fjölskyldur og samfélög í stakk búin til grípa til sameiginlegra aðgerða. Samhliða vinnur WWF svo að því að bæta umhverfisskilyrði í bómullarræktun.

Dómnefnd mun byggja ákvörðun sína á því hvort hinir tilnefndu hafi verið stefnumótandi og leiðandi í samfélagslegri ábyrgð á tímabilinu mars 2009 til mars 2010. Niðurstöður verða kynntar á á ráðstefnu um ábyrga viðskiptahætti 4.-5. maí nk. í London.

Frekari upplýsingar um Ethical Corporation er að finna á www.ethicalcorp.com.