Eymundsson er fyrirtæki nóvembermánaðar í Heillakeðju barnanna

Eymundsson er fyrirtæki nóvembermánaðar í Heillakeðju barnanna. Eymundsson var stofnað árið 1872 og fyrirtækið heldur upp á 140 ára afmæli sitt þann 24. nóvember. Allur ágóði af sölu barnabóka á afmælisdag fyrirtækisins rennur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Eymundsson er fyrirtæki nóvembermánaðar í Heillakeðju barnanna. Eymundsson var stofnað árið 1872 og fyrirtækið heldur upp á 140 ára afmæli sitt þann 24. nóvember. Allur ágóði af sölu barnabóka á afmælisdag fyrirtækisins rennur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Ennfremur myndar starfsfólk Eymundsson Heillakeðju starfsmanna og leggur þannig sitt af mörkum í þágu verkefna samtakanna sem snúa að því að efla mannréttindi barna.

Markmiðið með Heillakeðju barnanna er að standa vörð um og vekja athygli á réttindum barna sem tíunduð eru í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og safna fé til styrktar verkefna í þágu barna á vegum Barnaheilla. Í hverjum mánuði er valið eitt þema úr barnasáttmálanum. Í september er það 19. greinin sem fjallar um vernd barna gegn ofbeldi, þar á meðal ofbeldi á neti.

Samtökin hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi. Erlendis styðja samtökin menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara.

Þau fyrirtæki sem taka þátt í heillakeðjunni í ár eru Blómaval, Ölgerðin, Lýsi, VÍS, N1, Háskólabíó og Smárabíó, Síminn, Aðföng, Icepharma, Eymundsson og Epli.is. Með þátttöku í Heillakeðjunni mynda fyrirtækin keðju stuðningsaðila og skuldbinda sig í einn mánuð í einu til að leggja verkefnum samtakanna lið. Hvert þeirra mun fara ólíkar leiðir í sínum mánuði en hægt verður að fylgjast með því sem í boði verður á heimasíðu fyrirtækjanna og á facebook-síðu Heillakeðjunnar.

Heillakedjan.is
Einstaklingar geta tekið þátt í Heillakeðju barnanna með því að stofna sínar eigin heillakeðjur til stuðnings börnum inn á vefnum heillakedjan.is. Þar er með einföldum hætti hægt að stofna til heillakeðju, velja verkefni til að styrkja og bjóða vinum að taka þátt. Sá einstaklingur eða hópur sem nær að safna mestu fé eða flestum einstaklingum hvern mánuð fær glaðning frá fyrirtæki mánaðarins.

Börn þurfa á þínum stuðningi að halda – Taktu þátt í Heillakeðju barnanna 2012
Þeir sem vilja styðja starf samtakanna með frjálsum framlögum eða mánaðarlega sem heillavinir, er bent á vef samtakanna, barnaheill.is eða bankareikninginn 0327-26-2535 kt. 521089-1059.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International. Alþjóðasamtökin vinna að réttindum og velferð barna í 120 löndum og hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarlj&oac