Fátæk börn mun líklegri til að þjást af völdum hamfara vegna loftslagsbreytinga

HAITI_TOMAS_001_minniBörn frá fátækustu fjölskyldum heimsins eru allt að tíu sinnum líklegri til að þjást af völdum hamfara sem tengja má loftslagsbreytingum en börn sem búa við betri kost. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Barnaheill – Save the Children hafa unnið. Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir í Cancun í Mexíkó.

HAITI_TOMAS_001_minniBörn frá fátækustu fjölskyldum heimsins eru allt að tíu sinnum líklegri til að þjást af völdum hamfara sem tengja má loftslagsbreytingum en börn sem búa við betri kost. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Barnaheill – Save the Children hafa unnið. Umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir í Cancun í Mexíkó.

Rannsóknin sýnir að 67% fátækustu barna í Eþíópíu urðu fyrir umhverfislegu áfalli, samanborið við 6,5% barna í betur stæðum fjölskyldum. Fátækustu fjölskyldurnar búa að stærstum hluta á strjábýlum svæðum þar sem þurrkar og flóð hafa eyðilagt uppskeru þeirra og heimili.
 
Þjóðerni og stétt hafa mikilvæg áhrif á varnarleysi gagnvart loftslagsbreytingum. Í Víetnam sýna rannsóknir að börn sem tilheyra jaðarþjóðernishópnum H’mong eru sjö sinnum líklegri til að verða fyrir þurrkum en börn úr meirihlutahópnum Kinh. Í Andhra Pradesh, eru börn úr jaðarhópum, t.a.m. ákveðnum ættbálkum og stéttum, sex sinnum líklegri til að hafa orðið fyrir flóðum en önnur ríkari samfélög.

„Flestar stærstu umhverfishamfarir þessa árs hafa gengið yfir fátækustu ríki heims og börn úr fátækustu hópunum sem erfiðast eiga hafa orðið verst úti,“ segir Lydia Baker, ráðgjafi Barnaheilla – Save the Children í Mannúðarmálum. „Þessar hamfarir stofna lífi barna í mikla hættu. Hvirfilbylir og flóð eyðileggja heimili svo börn verða að sofa utan dyra, varnarlaus gagnvart lífshættulegum sjúkdómum eins og malaríu og lungnabólgu. Þegar þurrkar og plágur eyðileggja uppskeru, eiga fátækustu foreldrarnir oft engan kost á því að sjá börnum sínum fyrir grunn fæðu.“

Barnaheill – Save the Children vara við því að gert er ráð fyrir að hamfarir á borð við þurrka, hvirfilbyli, flóð, uppskerubresti og aukinn ágang plága, svo sem engispretta sem ráðast á uppskeru, muni versna á komandi árum vegna loftslagsbreytinga. Árið 2010 hefur nú þann vafasama titil að vera stærsta ár alþjóðlegrar neyðaraðstoðar, en mannúðarsamtök hafa lagt 14 milljarða Bandaríkjadala til slíkra verkefna á árinu.
 
„Leiðtogar heims sem nú sitja á fundi í Cancun hafa einstakt tækifæri til að bjarga lífi milljóna barna sem munu búa við enn verri aðstæður en þau þegar gera vegna loftslagsbreytinga,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Þeir verða að ná bindandi samkomulagi um fjármögnun til að undir