Fátækustu börn heims geta snúið aftur til náms ef hægt er að tryggja fjármagn að upphæð 50 þúsund króna á hvern nemanda.

Hin fimmtán ára gamla Saada* frá Hodeidah í Jemen flúði heimaland sitt vegna stríðsátaka. Skólastofu…
Hin fimmtán ára gamla Saada* frá Hodeidah í Jemen flúði heimaland sitt vegna stríðsátaka. Skólastofurnar, í flóttamannabúðunum sem hún dvelur í núna, voru lokaðar þar til í október 2020 vegna heimsfaraldursins Covid-19. Þótt nú sé búið að opna skólastofurnar er takmarkað kennsluefni í boði og nemendur skiptast á að mæta í skólann til að fjarlægðartakmarkanir séu virtar.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn, að upphæð 50 milljarða bandaríkjadala, til fátækustu ríkja heims, sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna muni glata möguleika sínum til menntunar.

Í skýrslu samtakanna, Save our Education NOW,  sem gefin var út í þessum mánuði, segir að það muni kosta að meðaltali 50.000 íslenskra króna (370 dollara) að koma einu barni í 59 fátækustu ríkjum heims til menntunar. Þessi upphæð var reiknuð út frá rannsókn sem Barnaheill – Save the Children stóðu fyrir á síðasta ári. Rannsóknin gefur til kynna að næstum 10 milljónir barna muni mögulega aldrei snúa aftur til náms. – Vert er að athuga að þessi tala er að öllum líkindum vanreiknuð.

,,Án menntunar er ljóst að ekki hefði náðst sami árangur og náðst hefur í baráttunni gegn COVID-19 og þróun bóluefnis og möguleikinn á öruggari heimi væri fjarlægur möguleiki. Börn sem ekki fá að stunda nám eru framtíð mannkyns, læknar, vísindamenn, vörubílstjórar, pípulagningamenn og svo mætti lengi telja," segir Inger Ashing framvæmdastjóri Save the Children International . ,,Ef 2020 var árið þar sem bóluefni var fundið upp, þá þarf 2021 að vera árið þar sem þjóðir heims fjárfesta í framtíð barna.“

Barnaheill – Save the Children segja að mörg lönd heims standi illa fjárhagslega séð, sér í lagi í ljósi þess að þau hafi þurft að forgangsraða fjármunum til heilbrigðisþjónustu til að vera undirbúin undir aðra bylgju faraldursins. Þess vegna þurfa fjársterkar þjóðir og einstaklingar að vinna með ríkisstjórnum fátækari ríkja heims við að útbúa áætlun um að gefa börnum tækifæri til þess að sækja nám og skóla aftur. Fátækustu og jaðarsettustu börnin, líkt og stelpur, flóttabörn og börn með fötlun þurfi að hafa forgang.

Rannsóknir Barnaheilla – Save the Children sýna að flóttabörn flosna mun hraðar upp úr námi en önnur börn. Það má meðal annars skýra vegna efnahagslegra erfiðleika sem og skorts á menntaáætlunum fyrir flóttabörn. Í nýlegri könnun sem gerð var í Al Hol, Roj og Areesha flóttamannabúðunum í norðaustur Sýrlandi, þar sem að minnsta kosti 5.500 börn hafa þurft að hætta námi, segja 79% kennara að það sé vegna þrýstings á að börnin þurfi að aðstoða fjölskyldur sínar fjárhagslega með því að sækja vinnu.

Meira að segja áður en faraldurinn skall á, mat flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna það svo (þar sem gögn voru til staðar), að næstum helmingur barna á skólaaldri væri ekki að sækja skóla. Ásamt því að missa af tækifæri til menntunar, þá eru börn utan skólakerfisins í meiri hættu á að lenda í barnaþrælkunaraðstæðum, barnabrúðkaupum og annars konar misnotkun. Félagslegar afleiðingar COVID-19 eru samkvæmt Barnaheillum – Save the Children meðal annars þær að barnabrúðkaup og þunganir ungra stúlkna hafa aukist gríðarlega. Áætlað er að allt að 2,5 milljónir stúlkna hafi verið neyddar í hjónaband á síðustu 5 árum og líkur séu á að þungun ungra stúlkna muni aukast um 1 milljón árið 2020.

Þrátt fyrir að skólar hafi opnað í Úganda, þá eru meira en 13 milljónir barna enn utan skóla og þar af eru 600.000 flóttabörn. Tölur frá lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum í Nwoya héraði í norðurhluta Úganda, sem sýna stöðu barna sem voru utan skóla, sýna að unglingaþunganir og barnahjónabönd hafi tvöfaldast og barnaþrælkun þrefaldast á tímabilinu apríl og júní á síðasta ári. Sökum erfiðleika við að afla þessara gagna eru líkur á að tölurnar séu mun hærri.

Jonathan*, 15 ára gamall Suður Súdani, sem er flóttamaður í flóttamannabúðum í austur Úganda, segir að hann sakni þess að sækja skóla og sé áhyggjufullur um vini sína.

Hlutirnir hafa mikið breyst síðan í mars í fyrra. Það sem ég er hræddur um núna er að vinir okkar sem eru stúlkur, eru að verða óléttar vegna þess að skólum hefur verið lokað. Sumar hafa þurft að hætta í skóla þar sem það er búið að gifta þær og sumir strákanna eru farnir að vinna fyrir annað fólk á þeirra sveitabæjum eða á markaðnum. Sumir þeirra hafa þurft að vinna erfiðisvinnu og fá ekkert að borða. Sem þýðir að í lok mánaðarins eru þau orðin mjög grönn og veik.

Barnaheill - Save the Children skora á ríkisstjórnir og fjársterka bakhjarla til að taka fimm nauðsynleg skref til að tryggja það að börn sem gátu sótt skóla áður en faraldurinn skall á, geti farið að sækja skóla á ný með öruggum hætti.

1) Fjárhagslegur stuðningur til fátækustu fjölskyldna heims, svo þau geti sent börn í skóla og haldið þeim heilbrigðum.

2) Námskeið til upprifjunar fyrir nemendur sem eru að byrja aftur í formlegu skólakerfi.

3) Vatn, sótthreinsun og hreinlætisaðstaða í skólum, til að tryggja að skólarnir séu öruggir fyrir COVID-19 smitum svo að nemendur, kennarar og fjölskyldur þeirra séu örugg.

4) Aftur í skólann innanlandsátak, til að fræða samfélög um að öruggt sé fyrir samfélagið að senda börn aftur í skólann.

5) Þjálfun fyrir kennara sem gengur út á að tryggja öryggi allra á meðan á faraldrinum stendur.

Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children International segir: 

Því lengur sem börn eru utan skóla þeim mun meiri líkur eru á að þau börn muni ekki snúa aftur, þar sem börn fátækra fjölskyldna eiga á hættu að vera hneppt í þrældóm eða vera gift. Á síðasta ári fórum við í gegnum erfiða krísu, heilbrigðis- og efnahagslega og alvarlegt neyðarástand varði í menntamálum, alvarlegra en við höfum nokkurn tímann séð. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að alþjóðasamfélagið, ríkisstjórnir og fjársterkir aðilar, taki höndum saman og forgangsraði hlutunum þannig að hægt verði að tryggja menntun milljóna barna um heim allan.

*nafni hefur verið breytt