Feluleikur fátæktargildrunnar

Eitt það versta, sem hendir börn, er að búa við ótryggt húsnæði. Tíðir flutningar hafa slæm áhrif á börn. Þeir geta leitt til félagslegrar einangrunar og haft í för með sér afar neikvæðar afleiðingar. Börnin axla gjarnan ábyrgð á stöðunni og skömmin veldur því að vandamálið er falið að sögn Þóru Kemp, deildarstjóra félagslegar þjónustu miðstöðvar Breiðholts.

Þo´ra KempEitt það versta, sem hendir börn, er að búa við ótryggt húsnæði. Tíðir flutningar hafa slæm áhrif á börn. Þeir geta leitt til félagslegrar einangrunar og haft í för með sér afar neikvæðar afleiðingar. Börnin axla gjarnan ábyrgð á stöðunni og skömmin veldur því að vandamálið er falið að sögn Þóru Kemp, deildarstjóra félagslegar þjónustu miðstöðvar Breiðholts. „Slæm staða á húsnæðismarkaði veldur því að fólk tekur gjarnan því húsnæði sem því býðst án þess að hafa efni á því. Þetta kallar á tíðari flutninga og gjarnan húsnæðisleysi inn á milli sem skapar mikla neyð og óvissu hjá þeim fjölskyldum sem festast í þessum vanda,“ segir Þóra.

„Það segir sig sjálft að þetta eru ekki viðunandi aðstæður fyrir börn, sérstaklega ekki ef í ofanálag þarf að skipta um skóla því að þá verður þetta allt miklu flóknara. Og þó að við sjáum fjölskyldur, sem reyna að halda börnunum í sama skóla, þarf að keyra og sækja. Þegar barnið er ekki í sínu heimahverfi verður flóknara að komast til vina og í tómsundir. Þetta leiðir af sér að barnið fylgir síður félögum sínum og hætta er á félagslegri einangrun og vinamissi.“

„Virk þátttaka skiptir svo miklu máli fyrir okkur öll - að tilheyra hópi. Félagsleg einangrun getur haft fylgikvilla á borð við tilfinninga- og/eða hegðunarvanda sem er afleiðing af þeirri stöðu sem börnin eru í.“

SKÖMMIN OG FELULEIKURINN

Skýrsla Barnaheilla – Save the Children um fátækt barna í Evrópu og viðtöl við börn hér á landi leiða í ljós að bæði foreldrar og börn upplifa skömm vegna þeirra aðstæðna sem þau búa við. Orðið fátækt er þó yfirleitt ekki nefnt og börnin fela stöðuna því að þeim finnst þau minni máttar. Þau eru í aðstæðum sem þau bera ekki ábyrgð á og geta ekki breytt. Þóra tekur undir þetta og vitnar auk þess í rannsóknir sem leiða í ljós að börn í slíkri stöðu séu einnig líklegri til að glíma við hegðunar- og námserfiðleika. Eins konar keðjuverkun fari af stað sem hafi áhrif á börnin.

„Peningaskorturinn bitnar gjarnan fyrst á þátttöku barna í félagsstarfi, íþróttum og tómstundum. Þegar þau upplifa skortinn, verða þau meðvirk með foreldrunum og biðja ekki um hluti. Þau einangra sig með því að fara til dæmis ekki í afmæli &