Ferðaþjónustan sameinist gegn kynferðisofbeldi á börnum

,,Á hverju ári leiðast 1-2 milljónir barna í heiminum út í vændi vegna fátæktar og erfiðra aðstæðna. Þau eru í raun beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi, til dæmis af ferðamönnum." Þetta skrifar Margrét Júlía Rafnsdóttir í Fréttablaðinu í dag. Margrét telur mikilvægt að aðilar í ferðaþjónustu á Íslandi sameinist um að innleiða siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi af hálfu ferðamanna.

,,Á hverju ári leiðast 1-2 milljónir barna í heiminum út í vændi vegna fátæktar og erfiðra aðstæðna. Þau eru í raun beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi, til dæmis af ferðamönnum." Þetta skrifar Margrét Júlía Rafnsdóttir í Fréttablaðinu í dag. Margrét telur mikilvægt að aðilar í ferðaþjónustu á Íslandi sameinist um að innleiða siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi af hálfu ferðamanna.

Margrét skrifar einnig:

Öll börn heimsins eiga rétt á vernd gegn kynferðislegu ofbeldi, þau eiga rétt á vernd gegn hvers kyns kynferðislegu hátterni, vændi og klámi. Slíkt er tilgreint í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í íslenskum lögum.

Fyrr á þessu ári var samningur Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun fullgiltur á Íslandi og samhliða var hegningarlögunum breytt. Ein af þeim breytingum er að Íslendingur sem verður uppvís að kynferðislegu samneyti við barn í öðru landi getur nú verið dæmdur fyrir það á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Þetta á við jafnvel þótt lög þess lands banni ekki kynferðislegt samneyti við börn. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs. Í kjölfar alþjóðavæðingar og auðveldari ferðamáta hefur kynferðisleg misnotkun í tengslum við ferðaþjónustu aukist til muna. Ferðamennirnir eru yfirleitt frá Vesturlöndum og ferðast til þróunarlanda eða landa þar sem efnahagur og aðstæður eru verri en í heimalandinu.

Þeir sem leggja upp í utanferðir í þeim tilgangi að stunda kynferðisofbeldi gagnvart börnum nýta sér neyð barnanna. Þessi börn búa yfirleitt við fátækt og erfiðar aðstæður og bera ekki ábyrgð á þeim aðstæðum og því ofbeldi sem þau verða fyrir. Þau eru gjarnan fórnarlömb mansals og hinn fullorðni getur aldrei skýlt sér á bak við samþykki barnsins.

Siðareglur ferðaþjónustuaðila

Fjöldi erlendra ferðaþjónustufyrirtækja hefur, í samstarfi við frjáls félagasamtök á borð við Save the Children, gert og undirritað siðareglur um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun í ferðaþjónustu. Þar með hafa þau lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slíkt. Ýmsar ferðaskrifstofur á Íslandi selja ferðir til staða sem þekktir eru fyrir mansal á börnum, þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi gegn gjaldi.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi telja mjög mikilvægt að íslenskir aðilar í ferðaþjónustu geri og undirriti siðareglur o