Fimm þúsund eplum pakkað í afríska taupoka

eplapokkun1Málshátturinn „Margar hendur vinna létt verk“ átti svo sannarlega við í dag þegar um 30 sjálfboðaliðar frjálsra félagasamtaka, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, komu saman til að pakka 5000 eplum í taupoka sem saumaðir voru í Úganda.

Málshátturinn „Margar hendur vinna létt verk“ átti svo sannarlega við í dag þegar um 30 sjálfboðaliðar frjálsra félagasamtaka, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, komu saman til að pakka 5000 eplum í taupoka sem saumaðir voru í Úganda.

Nú stendur yfir kynningarátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ en markmið þess er að kynna þróunarsamvinnu og árangur hennar fyrir almenningi á Íslandi. Um er að ræða samstarf átta frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

Á morgun verður eplunum dreift á á átta fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Með þeim fylgja upplýsingar um þann árangur sem náðst hefur með þróunarsamvinnu á síðustu árum. Félagasamtök í Úganda voru fengin til að sauma poka utan um eplin og varð saumaskapur þeirra í raun sjálfstætt þróunarverkefni. Greiðslur fyrir pokana renna til verkefna félagasamtakanna sem starfa að uppbyggingu samfélagsins í fimm þorpum Lögð er áhersla á betri menntun, fullorðinsfræðslu, heilsugæslu og ræktun. Pokarnir gefa þessu kynningarátaki sérstaka merkingu og undirstrika gildi þróunarsamvinnu. Þeir eru jafnframt fallegir minjagripir sem nýta má til ýmissa hluta.

Frjálsu félagsamtökin, sem taka þátt í verkefninu með ÞSSÍ, eru Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi, UN Women, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorp og ABC barnahjálp.

eplapokkun1eplapokkun2