Fjármálakreppan kostar barnslíf

hamfarirLeiðtogar G20 ríkjanna, sem funda í Seúl í Suður-Kóreu í dag, verða að horfast í augu við hrikaleg áhrif fjármálakreppunnar á börn. Barnaheill – Save the Children hvetja leiðtogana til að taka afgerandi ákvarðanir um hjálp til handa fátækustu löndum heims.

hamfarirLeiðtogar G20 ríkjanna, sem funda í Seúl í Suður-Kóreu í dag, verða að horfast í augu við hrikaleg áhrif fjármálakreppunnar á börn. Barnaheill – Save the Children hvetja leiðtogana til að taka afgerandi ákvarðanir um hjálp til handa fátækustu löndum heims.

Gert er ráð fyrir að 265 þúsund börn til viðbótar láti lífið vegna fjármálakreppunnar á árunum 2009-2015, ef marka má tölur frá Alþjóðabankanum. Ef hægir á uppbyggingu eftir kreppuna, gæti sú tala hækkað og allt að 1,2 milljónir barna farist. 64 milljónir manna munu að líkindum búa við gríðarlega fátækt undir lok þessa árs vegna niðursveiflunnar.

Þó fyrstu merki um viðsnúnings efnahags heimsins hafi snemma farið að sjást, heldur kreppan áfram að herja á fátækari lönd, einkum á þremur sviðum. Minna fé er varið til heilbrigðis- og menntamála, tekjur heimilanna hafa lækkað og matarverð hefur hækkað. Af þessu leiðir mikið bakslag hjá þróunarríkjum þegar kemur að því að bæta heilsu, menntun og næringu barna sem aftur þýðir að börn hafa látist og hægt hefur á allri fjárhagslegri uppbyggingu. Ef fátækasta fólki heimsins er ekki tryggð þátttaka í og ágóði af efnahagslegum vexti í heiminum mun bilið á milli þróunar ríkja heims enn aukast.

Búist er við að G20 fundurinn muni kynna „Aðgerðaráætlun í þróunarmálum“ sem ætlað er að flýta fyrir því að þúsaldarmarkmiðin náist. Barnaheill – Save the Children fagna því að G20 ríkin viðurkenni að fátækt í heiminum stuðli hvað mest að fjárhagslegu misvægi, en minna á að slík afstaða breyti það engu nema fyrirliggjandi skuldbindingar, um það hvernig takast eigi á við félagsleg áhrif kreppunnar, verði teknar með í reikninginn. Tryggja verður að árangur náist í baráttunni við fátækt.

Barnaheill – Save the Children hvetja leiðtoga heimsins til að samþykkja í vikunni áætlun sem komi í veg fyrir að að kreppan hafi langvarandi áhrif á heilsu og menntun barna sem og skaðleg áhrif á líkurnar á efnahagslegum vexti á breiðum grundvelli. Án slíkrar áætlunar mun heimurinn standa frammi fyrir óafturkræfu bakslagi í að ná alþjóðlegum markmiðum um minni fátækt.

„Börn eru að deyja vegna þess að foreldrar þeirra ráða ekki við hækkandi matarverð og vegna þess að æ oftar stendur grunn heilbrigðisþjónustu þeim ekki til boða því stjórnvöld hafa neyðst til að skera niður,“ segir Adrian Lovett, yfirmaður Alþjóðlegra átaka Barnaheil