Fjárskortur stefnir framtíð barna á Haítí í hættu

Tveimur árum eftir sögulegan jarðskjálfta á Haítí, er það mat Barnaheilla – Save the Children að alvarlegur fjárskortur ógni uppbyggingarstarfi á eynni og þar með framtíð barna þar. 

Tveimur árum eftir sögulegan jarðskjálfta á Haítí, er það mat Barnaheilla – Save the Children að alvarlegur fjárskortur ógni uppbyggingarstarfi á eynni og þar með framtíð barna þar. 

Samtökin hvetja alþjóðasamfélagið til að standa við skuldbindingar sínar við uppbyggingarstarfið á Haítí og auka langtímaskuldbindingar. Þannig má byggja á þeim mikla árangri sem náðst hefur frá því jarðskjálftinn varð og efla umfang aðgerða í baráttunni við kóleru, sem enn vofir yfir eyjarskeggjum. 

Á þeim tveimur árum, sem liðin eru frá jarðskjálftanum, hafa Barnaheill – Save the Children hjálpað 1,2 milljónum manna í gegnum heilsugæslustöðvar og miðstöðvar meðferða við kóleru. 40 þúsund manns fengu aðgang að hreinu vatni fyrir atbeina samtakanna og starf þeirra við uppbyggingu skóla, þar á meðal byggingu á 229 kennslustofum og þjálfun ríflega 1200 kennara, hefur gert 30 þúsund börnum kleift að sækja skóla. Fyrir mörg barnanna, er það upphafið á skólagöngu þeirra. Þá hafa 3500 fjölskyldur fengið miklivægan fjárstuðning til að kaupa matvæli, hreint vatn og aðra nauðsynjavöru.

Barnaheill - Save the Children vinna einnig að því að sameina börn og fjölskyldur þeirra í kjölfar jarðskjálftans og styðja við aðgerðir innan nærsamfélags um verndun barna gegn ofbeldi, misbeitingu og misnotkun.

En aðstæður á Haítí eru margslungnar og enn er gríðarleg þörf fyrir aðstoð. „Þó við höfum séð breytingar hér á Haítí, þá búa enn um 500 þúsund manns í bráðabirgðaskýlum,“ segir Gary Shaye, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Haítí. „Börn, sem búa við þessar aðstæður, eru sérlega viðkvæm fyrir því þegar t.d. fellibylur gengur yfir eða ef upp kemur faraldur. Nú eru aðeins sex mánuðir þar til fellibyljatíminn gengur í garð. Það verður að finna langtímalausn svo ekki myndist hér aftur neyðarástand.“

Gary Shaye varar við því að ef fjárstuðning skorti, geti aðstoð Barnaheilla – Save the Children við börn og fjölskyldur, sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálftanum, verið í hættu. Þetta starf er ekki bara mikilvægt við að hjálpa fólki að búa sig undir komandi hamfarir, heldur er það lykilatriði í því að tryggja að börnin á Haítí geti vaxið úr grasi, þroskast og fullnýtt tækifæri sín. 

„Barnaheill – Save the Children hafa þegar safnað nær þremur fjórðu af því fjármagni sem þarf en nú, þegar sjóðir vegna neyðaraðstoðar, eru að klárast á Haítí, er uppbyggingarstarfið í m