Fjöldi ábendinga um barnaklám á Netinu

Nýtt verkefni Barnaheilla, Stöðvum barnaklám á Netinu, sem hleypt var af stokkunum 30. október sl., er strax farið að skila árangri því þegar hefur borist fjöldi ábendinga um barnaklám á Netinu á nýjan vef Barnaheilla.

Nýtt verkefni Barnaheilla, Stöðvum barnaklám á Netinu, sem hleypt var af stokkunum 30. október sl., er strax farið að skila árangri því þegar hefur borist fjöldi ábendinga um barnaklám á Netinu á nýjan vef Barnaheilla.

Aðspurð kveðst Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, vilja koma áleiðis þökkum, bæði til yfirvalda og almennings, fyrir það hversu vel verkefninu hefur verið tekið.
„Við sem að verkefninu stöndum erum auðvitað afar ánægð,” segir Kristín. „Fólk tók strax við sér eftir að tilkynningahnappurinn á vef Barnaheilla var tekinn í gagnið og hefur okkur þegar borist fjöldi ábendinga um barnaklám á Netinu. Þá hafa ýmsir aðilar sýnt áhuga á því að setja tengil Barnaheilla inn á vefi sína, í því skyni að vekja sem mesta athygli á verkefninu Stöðvum barnaklám á Netinu. Því má bæta við að vefur samtakanna, www.barnaheill.is, hefur verið valinn vefur mánaðarins á vef Menntanetsins, www.ismennt.is.”