Fjöldi vannærðra barna í næringarstöðvum í Sómalíu hefur tvöfaldast

UmiFjöldi þeirra barna sem þjást af vannæringu og hljóta aðhlynningu í lykil næringarstöðvum Barnaheilla – Save the Children í Puntland í norður-Sómalíu hefur nær tvöfaldast á síðustu sex mánuðum. Í janúar síðastliðnum voru þau um 1800 börnum á mánuði en eru nú um 3500. Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Barnaheilla –Save the Children í Sómalíu og víðar í Austur –Afríku er bent á söfnunarsíma samtakanna 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-1989 kt. 521089-1059

Umi
Umi, 3 mánaða, var aðeins 1,7 kg. þegar móðir hennar kom með hana í eina af næringarstöðvum Barnaheilla - Save the Children. Ljósmynd: Per-Anders Pettersson/Reportage by Getty Images fyrir Barnaheill - Save the Children.

Fjöldi þeirra barna sem þjást af vannæringu og hljóta aðhlynningu í lykil næringarstöðvum Barnaheilla – Save the Children í Puntland í norður-Sómalíu hefur nær tvöfaldast á síðustu sex mánuðum. Í janúar síðastliðnum voru þau um 1800 börnum á mánuði en eru nú um 3500. 

Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Barnaheilla –Save the Children í Sómalíu og víðar í Austur –Afríku er bent á söfnunarsíma samtakanna 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-1989 kt. 521089-1059

Aldrei hafa fleiri börn sem svo alvarlega er ástatt um leitaði til stöðvarinnar í Puntland, frá því að næringaráætlunin hófst þar fyrir ári síðan. Þurrkar, stríð og hækkandi matvælaverð koma skuggalega hart niður á þeim sem berskjaldaðastir eru.

Þessi fjölgun vannærðra barna í Bosaso og Garowe í Puntland kemur einnig fram í öðrum næringarstöðvum Barnaheilla – Save the Children í Sómalíu, sem gefur til kynna að matvælakreppan versni dag frá degi. Búðirnar í Bosaso í norðri eru langtímabúðir en aðstæður annars staðar í landinu eru svo slæmar að fjölskyldur leggja á sig erfitt og hættulegt ferðalag frá höfuðborginni, Mogadishu og öðrum þurrkasvæðum í suður og mið-Sómalíu til að búðanna í Bosaso.

„Fjölskyldur koma hvaðanæva að úr Sómalíu, gjörsamlega bjargarlaus,“ segir Sonia Zambakides, sem stýrir neyðaraðstoð Barnaheilla - Save the Children í Sómalíu. „Þær hafa glatað uppskeru sinni og búfénaði og eiga enga peninga. Þær reyna að lifa af á einni máltíð – eða engri – á dag.“

Teymi á vegum Barnaheilla - Save the Children heimsótti Tawakal-búðirnar í norður-Sómalíu. Þar hafast við 7000 manns, þar af ríflega 5000 börn. „Fólkið býr við hræðilegar aðstæður. Það eru engin náðhús eða hreinlætisaðstaða, mörg skýlanna eru gerð úr pappa, ryðguðum bárujárnsbútum og öðrum efnum. Flestir í búðunum eru konur og börn. Margar kvennanna reyna að finna sér einhvers konar vinnu við þrif eða eldamennsku svo þær fái peninga til að fæða fjölskyld