Fjölskyldur flosna upp í Sýrlandi ? hundruð þúsunda á flótta frá heimilum sínum

Sýrlenskar fjölskyldur á átakasvæðum í Sýrlandi neyðast til þess að flýja heimili sín vegna stríðsátakanna sem þar geysa og fjölskyldumeðlimir verða í sumum tilfellum viðskila. Save the Children sem vinna með sýrlenskum flóttamönnum í Lebanon, Jórdaníu og Írak segja að þúsundir manna viti ekki um afdrif fjölskyldna sinna eða ættingja.

Sýrlenskar fjölskyldur á átakasvæðum í Sýrlandi neyðast til þess að flýja heimili sín vegna stríðsátakanna sem þar geysa og fjölskyldumeðlimir verða í sumum tilfellum viðskila. Save the Children sem vinna með sýrlenskum flóttamönnum í Lebanon, Jórdaníu og Írak segja að þúsundir manna viti ekki um afdrif fjölskyldna sinna eða ættingja.

Meira en helmingur flóttamanna frá Sýrlandi eru börn, sem mörg hver hafa enga hugmynd um afdrif systkina, foreldra eða annarra náinna ættingja sem urðu viðskila á flóttanum, eða urðu eftir til að reyna að vernda eignir fjölskyldunnar. Börn sem verða viðskila við ættingja eru mun viðkvæmari fyrir afleiðingum og hættum sem skapast af átökum.

“Þessi hræðilegu átök sundra heilu fjölskyldunum, þegar þær reyna að leita öryggis. Börn eru skelfingu lostin vegna þess sem þau hafa þurft að upplifa og óvissunnar um afdrif ættingja sinna. Sífellt fleiri börn bætast í hóp þeirra viðkvæmu og ástandið er orðið stórhættulegt,” segir Ágúst Þórðarson, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

“Þeir sem komast í tiltölulega öruggt skjól í nágrannalöndum eru á margan hátt heppnir. Við teljum að það séu þúsundir barna á flótta í Sýrlandi sem við náum ekki til. Hörmulegar aðstæður þeirra undirstrika þörfina fyrir óheftan aðgang mannúðarsamtaka að Sýrlandi.”

Hörð átök hafa orðið til þess að örvæntingafullar fjölskyldur flýja heimili sín. Meira en 200 þúsund manns hafa flúið frá Aleppo á síðustu dögum, samkvæmt nýjustu tölum frá Sameinuðu þjóðunum.

Börn eru sérstaklega viðkvæm þegar fjölskyldur þurfa að flýja heimili sín. Sundrist þær, eiga fjölskyldumeðlimir oft enga möguleika á að afla sér tekna og þar með að fóta sig í nýju landi, þar sem þær eiga engan samastað. Sumir flóttamenn eru auk þess hræddir við að skrá sig hjá viðkomandi yfirvöldum af ótta við að verða skotmark í átökunum. Þeir fá því ekki þá aðstoð sem í boði er.
 
Þrátt fyrir að átökin í Sýrlandi hafi náð athygli heimsins, hafa góðgerðarsamtök einungis einn þriðja af því fjármagni sem þarf til að sinna þörfum flóttamanna á svæðinu.