Fleiri börn látist úr vannæringu fyrstu fjóra mánuði þessa árs en allt síðasta ár

Austur-Afrka_2Ástandið í Austur-Afríku er skelfilegt. Um 3,5 milljónir manna í Kenýu, þar af helmingurinn börn, og einn af hverjum þremur Sómölum þurfa nú á neyðaraðstoð að halda. Ef umfang aðgerða á svæðinu verður ekki aukið, verða afleiðingarnar hörmulegar. Söfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til neyðaraðstoðar í Austur-Afríku stendur nú yfir.

Austur-Afrka_2Mohammed, 38 daga gamall og 2,1 kg., liggur í fangi Hakimu, ömmu sinnar á Wajir-sjúkrahúsinu í norðaustur-Kenýu. Ljósmynd: Barnaheill - Save the Children.Ástandið í Austur-Afríku er skelfilegt. Um 3,5 milljónir manna í Kenýu, þar af helmingurinn börn, og einn af hverjum þremur Sómölum þurfa nú á neyðaraðstoð að halda. Ef umfang aðgerða á svæðinu verður ekki aukið, verða afleiðingarnar hörmulegar. Söfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til neyðaraðstoðar í Austur-Afríku stendur nú yfir.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir að engin leið sé að aðstoða þann gríðarlega fjölda flóttamanna sem nú streymir yfir landamærin frá Sómalíu yfir til Dadaab-flóttamannabúðanna í Kenýa. Talið er að um 9000 manns bætist við í yfirfylltum búðunum í viku hverri.

Í Sómalíu þarf nú einn af hverjum þremur íbúum á neyðaraðstoð að halda og í sumum héruðum í suðurhluta landsins er eitt af hverjum þremur börnum vannært en alls er talið að 554.500 börn séu vannærð í Sómalíu. Alls hefur þeim sem þurfa á neyðaraðstoð að halda fjölgað um 30% frá árinu 2010 og er ástandið það versta í landinu í 10 ár.

Andrew Wander, talsmaður Barnaheilla – Save the Children segir samtökin nú vera með um 300 vegalaus börn (þ.e. börn sem eru ein á ferð) í umsjá sinni. Þau fundust meðfram vegum á leið til Dadaab. Ýmist höfðu foreldrar þeirra látist eða yfirgefið þau. „Fleiri börn hafa látist úr vannæringu fyrstu fjóra mánuði þessa árs en allt síðast ár,“ segir Andrew. „Fólkið sem kemur til Dadaab er úrkula vonar. Það hefur ekki borðað vikum saman og hafa ferðast í langan, langan tíma við mjög erfiðar aðstæður. Ef við getum ekki tryggt mannúðaraðstoð á þessu svæði og aukið umfang aðgerða okkar til að mæta ört vaxandi þörf, mun þetta ástand hafa hörmulegar afleiðingar. Við verðum að koma í veg fyrir það.“

Þurrkarnir í Austur-Afríku hafa haft áhrif á líf um 10 milljóna manna og eru einir þeir verstu í áratugi. Ekki er gert ráð fyrir að það rigni á svæðinu fyrr en í september eða október og því viðbúið að þetta hrikalega ástand verði viðvarandi næstu mánuði. Neyðaraðstoð Barnaheilla – Save the Children felst m.a. í því að veita vannærðum b&ou