Flengingar eru ekki uppeldisaðferð

Ályktun frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi vegna nýfallins dóms
Barnaheill harma niðurstöður dóms sem féll þann 14. ágúst síðastliðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli karlmanns sem hafði ítrekað beitt tvo drengi 4 og 6 ára líkamlegum refsingum. Karlmaðurinn var kærður fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hann var sýknaður af báðum ákærum.

Ályktun frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi vegna nýfallins dóms 


Barnaheill harma niðurstöður dóms sem féll þann 14. ágúst síðastliðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli karlmanns sem hafði ítrekað beitt tvo drengi 4 og 6 ára líkamlegum refsingum. Karlmaðurinn var kærður fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hann var sýknaður af báðum ákærum.

Íslensk stjórnvöld hafa staðfest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er skýrt á að börn skuli njóta verndar gegn öllu ofbeldi, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu (19. grein). Einn fremur er kveðið á um að börn megi ekki beita ómannúðlegri meðferð eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu (39. grein). Dómurinn sem hér um ræðir er því brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með því að staðfesta Barnasáttmálann hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að aðlaga íslensk lög að sáttmálanum. Ef íslensk lög kveða ekki nógu skýrt á um bann við líkamlegum refsingum leggja Barnaheill áherslu á að þau lög séu endurskoðuð, þannig að enginn vafi leiki á að líkamlegar refsingar séu ekki leyfðar hvorki í uppeldislegum tilgangi né í öðrum tilgangi.

Í dómnum segir m.a.: "Almennt séð varðar það við 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga að slá mann nauðugan á rassinn með flötum lófa svo að undan roðnar. Til þess er hins vegar að líta að hugsanlega tíðkast eitthvað, eða hefur tíðkast, að flengja börn. Verður að gæta að því að ekki verður öðru vísi litið á en að ákærði hafi flengt drengina með samþykki móður þeirra, í tilefni af því að þeir höfðu sýnt af sér óþekkt, þótt ekki liggi fyrir í hverju hún hafi falist. Hversu óviðurkvæmilegt sem það kann að virðast nú á tímum að flengja börn fyrir óþægð þykir ekki verða kveðið á um það hér að það varði refsingu, ef uppalandi barns tekur á því ábyrgð með samþykki sínu og nærveru, þegar til þess er litið að skilja verður ákvæði 1. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 svo að ekki sé þar lagt algert bann við því að börn séu beitt refsingum og líkamlegar refsingar þar ekki undanskildar, sbr. hins vegar a-lið 3. mgr. 82. gr. laganna, sem leggur bann við því að börn sem dveljast á heimili eða stofnun skv. 79. gr. séu beitt andlegum og líkamlegum refsingum."

Að mati Barnaheilla er ákvæði 1. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga (lög nr. 80/2002) nægilega skýrt til að dæma drengjunum í vil, en þar segir að "Hver sem beitir ba