Flóð af völdum rigninga hrífa börn á brott í flóttamannabúðum í Mogadishu

RS34610_photo12Mikið úrhelli ógnar nú fjölskyldum á flótta undan þurrkum undangenginna mánuða. Þær hafast við í óþrifalegum flóttamannabúðum í Mogadishu. Flóðin hafa hrifið a.m.k. tvö börn með sér, deytt barnshafandi konu og svipt þúsundir manna skjóli.

RS34610_photo12Mikið úrhelli ógnar nú fjölskyldum á flótta undan þurrkum undangenginna mánuða. Þær hafast við í óþrifalegum flóttamannabúðum í Mogadishu. Flóðin hafa hrifið a.m.k. tvö börn með sér, deytt barnshafandi konu og svipt þúsundir manna skjóli.

Gríðarlegar rigningar hafa sett hrörleg skýli nær 2800 manna í Sigale-flóttamannabúðunum í Mogadishu á flot. Tvö börn hafa látið lífið í vatnsflaumnum, eins barns er saknað og barnshafandi kona lést í öngþveitinu sem varð þegar fjölskyldur leituðu skjóls frá úrhellinu. Þúsundir hungraðra og örvæntingrafullra manna hafa komið til höfuðborgar Sómalíu síðustu mánuði, á flótta undan matarskorti sem hrikalegir þurrkar í Austur-Afríku hafa valdið. Margt af þessu fólki hefur komið sér fyrir í bráðabirgðabúðum á svæðum sem viðkvæm eru fyrir flóðum.

Meira en helmingur barna í Mogadishu eru vannærður vegna matarskorts og hjálparstarfsmenn óttast að þessi veikburða börn séu enn viðkvæmari en ella fyrir banvænum sjúkdómum sem rekja má til óhreins vatns. Haustrigningarnar nú í sómölsku höfuðborginni merkja að þurrkunum linnir en þær ógna hins vegar með öðrum hætti þessum fjölskyldum sem búa við óviðunandi húsakost og hryllilegar aðstæður.

„Það er þyngra en tárum taki að sjá börn, sem eru að berjast fyrir lífi sínu án nægilegs matar, takast á við vatnsflauminn. Þau sitja úti í rigningunni alla nóttina og eiga á hættu að sýkjast af sjúkdómum á borð við kóleru og taugaveiki,“ segir Sonia Zambakides, yfirmaður neyðaraðstoðar Barnaheilla – Save the Children í Sómalíu. „Við erum með yfir 60 manns að störfum dag og nótt við að tryggja öryggi þessara barna en okkur skortir fjármagn til að gera það sem við myndum helst vilja, á borð við að koma upp holræsakerfi svo fólki búi ekki í drullupolli og tryggja því betra skjól. Rigningarnar eiga eftir að versna og við verðum að veita þessum fjölskyldum aðstoð, nú þegar þetta neyðarástand sem hér hefur verið færist á nýtt stig.“

Hassan Ali Noor, öldungur sem hefur aðsetur í Sigale-búðunum, segir íbúa þar vera að búa sig undir frekari dauðsföll af völdum rigninga. „Þetta fólk á sér enga lífsvon ef það lendir aftur í aðstæðum eins og hér voru í gær,“ segir Hassan. „Nú þegar eru þrír látnir vegna eyðileggingar af völdum rigninga og ef fram heldur sem horfir, getum við átt von á mun fleiri dauðsföllum.<