Flóttabörn um heim allan nota áhugamál til að aðlagast nýjum aðstæðum

Tariqul, 13 ára, með fótbolta sinn í hendi á vellinum þar sem hann spilar fótbolta með vinum sínum.
Tariqul, 13 ára, með fótbolta sinn í hendi á vellinum þar sem hann spilar fótbolta með vinum sínum.

Barnaheill - Save the Children hafa gefið út myndaseríu til heiðurs seiglu flóttabarna. Undanfarna tvo mánuði hafa Barnaheill - Save the Children tekið viðtöl við flóttabörn í Bangladess, Nígeríu, Perú og Úkraínu. Þau hafa öll þurft að flýja heimaland sitt og í dag lifa þau tiltölulega friðsælu lífi. Börnin hafa fengið tækifæri til þess að sinna áhugamálum sínum á ný, sem hefur hjálpað þeim að aðlagast nýju lífi.

Tariqul, 13 ára sagði að fjölskyldan hans hafi upplifað miklar þjáningar á fimm daga löngu ferðalagi sínu frá Mjanmar til Bangladess fyrir sex árum síðan. Þau sáu lík á leið sinni í gegnum frumskóginn og lifðu á engu nema trjálaufum og menguðu vatni í þessa fimm daga. Tariqul og fjölskylda hans búa nú í Kutupalong, stærstu flóttamannabúðum heims, þar sem 1 milljón flóttafólks býr. Tariqul mætir á hverjum degi í félagsmiðstöð sem Barnaheill - Save the Chidren reka. Þar fær hann tækifæri til að æfa fótbolta.

,,Þegar ég kom til Bangladess voru allir ókunnugir. Ég byrjaði svo að spila fótbolta og eignaðist nýja vini. Mér finnst mjög gaman að spila fótbolta með þeim. Við höldum mót og ég er fyrirliði liðsins míns.

Joseph og Martin í Nígeríu

Joseph, 13 and Martin, 12: Frá Kamerún. Þeir flúðu til Nígeríu

Átök milli vopnaðra hópa í Kamerún hafa neytt þúsundir fjölskyldna til að leggja á flótta, en um 86 þúsund manns hafa leitað hælis í nágrannalandinu Nígeríu. Talið er að um 80 prósent þeirra séu konur og börn.

Árið 2021 ferðuðust Martin, 12 ára og fjölskylda hans í heilan mánuð til þess að komast frá heimaþorpi sínu í Kamerún til Nígeríu. Eftir að hafa flakkað milli flóttabúða var Martin mjög feginn að geta tekið upp kunnuglegt áhugamál á ný þegar fjölskyldan kom sér endanlega fyrir.

,,Ég fæ mikla ánægju út úr því að meitla úr leir. Í Kamerún notaði ég helst sand en hér í Nígeríu hafa skúlptúr hæfileikar mínir farið miklum framförum. Ég hef fengið mikið hrós og aðdáun fyrir listaverkin mín. Ég hef líka kynnst nýjum vinum hér í búðunum í gegnum þetta áhugamál.”

Eftir skóla mætir Martin í Barnvænt svæði Barnaheilla, rekið af Barnaheillum – Save the Children, þar sem hann getur stundað áhugamál sitt. Þar kynntist hann Joseph vini sínum sem einnig hefur gaman að því að leira.

Joseph er 13 ára. Hann og fjölskylda hans eyddu þrem árum í felum frá vopnuðum hópum í skógum Kamerún. Á endanum notaði móðir hans alla peningana sína til þess að tryggja örugga fylgd til Nígeríu.

,,Síðan ég kom til Nígeríu hafa skúlptúr hæfileikar mínir tekið miklum framförum því ég hef getað æft mig á hverjum degi. Ég hef farið fram úr mínum eigin væntingum og tek eftir því að ég sinni þessu mun oftar en ég gerði í Kamerún. Þegar ég klára skúlptúr fæ ég hrós, sem hvetur mig til þess að halda áfram. Ég tel líka að skúlptúr muni gagnast mér í framtíðinni.”

Dima og Sofia í Póllandi

Dima, 11 ára gamall, heldur á bolta á heimili fjölskyldu sinnar í Póllandi.

Dima, 11 ára og systir hans Sofia, 14 ára eru frá Úkraínu. Frá því í febrúar síðasta árs hafa yfir 8 milljón manns flúið landið, 90% þeirra konur og börn. Til að byrja með þótti systkinunum erfitt að aðlagast nýja lífinu í Póllandi. En það varð betra þegar þau fóru að mæta í pólskan skóla og æfa íþróttir.

Að gangast til liðs við fótboltaliðið í sínu hverfi hefur verið lykillinn að hamingju Dima og hefur hjálpað honum að aðlagast.


Sofia, 14 ára gömul, haldandi á gítarnum sínum á heimili fjölskyldu sinnar í Póllandi.

 

Í Úkraínu lærði Sofia á píanó í fimm ár. Til þess að hjálpa henni að aðlagast nýju lífi í Póllandi keypti móðir hennar gítar handa henni með peningum sem hún fékk sem fjáraðstoð frá Barnaheillum - Save the Children. Sofia lærir nú á gítarinn.

,,Mig langar til að verða tónlistarkona. Ég elska rokk og hlusta á Lil Peep og Nirvana. Ég hlusta líka á úkraínska tónlist. Ég teikna líka, lakka á mér neglurnar og geri skúlptúra úr leir.”

Maria og Victoria í Perú


María ásamt dóttur sinni Victoriu sem flúðu frá Venesúela til Perú

Næstum því sex milljónir flóttafólks frá Venesúela búa í ýmsum löndum í mið- og suður Ameríku. María, 30 ára, og dóttir hennar Victoria, 7 ára, neyddust til að flýja heimaland sitt og ferðuðust saman til Perú í leit að betra lífi. ,,Ferðin til Perú var erfið,” sagði Victoria, ,,Við fórum frá einni rútu í aðra og það var mjög heitt. Við þurftum að ferðast um fljót og litlar götur.”

Þegar þær komu til Perú stofnaði María snyrtifyrirtæki á heimili sínu, með fjáraðstoð frá Barnaheillum - Save the Children. Þannig sá hún fram á að geta eytt meiri tíma með dóttur sinni. Victoria er mjög dugleg að hjálpa til:

,,Mamma mín snyrtir neglur og gerir fléttur. Mér finnst gaman að veita henni félagsskap meðan hún vinnur því þannig getum við eytt meiri tíma saman. Ég hjálpa henni með því að rétta henni hluti eins og bómul og naglaþjalir.”

Barnaheill - Save the Children voru stofnuð fyrir meira en 100 árum síðan og hafa breytt lífi meira en eins milljarðs barna. Við gefum börnum um allan heim tækifæri til að eiga heilbrigt upphaf í lífinu og veitum þeim tækifæri til menntunar og vernd gegn skaða.