Flutningar og sumarleyfi

Barnaheill – Save the Children á Ísland flytja starfsemi sína af Suðurlandsbraut 24 að Háaleitisbraut 11-13.  Skrifstofan verður lokuð vegna flutninganna og sumarleyfa frá mánudeginum 23. júní fram til þriðjudagsins 5. ágúst. Samtökin munu deila annarri hæð hússins að Háaleitisbraut með Sjónarhóli, Félagi áhugafólks um Downs heilkennið og CP félaginu. Í húsinu starfa einnig Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Umhyggja, ADHD samtökin, Einstök börn og Einhverfusamtökin.

Barnaheill – Save the Children á Ísland flytja starfsemi sína af Suðurlandsbraut 24 að Háaleitisbraut 11-13.  Skrifstofan verður lokuð vegna flutninganna og sumarleyfa frá mánudeginum 23. júní fram til þriðjudagsins 5. ágúst.

Samtökin munu deila annarri hæð hússins að Háaleitisbraut með Sjónarhóli, Félagi áhugafólks um Downs heilkennið og CP félaginu. Í húsinu starfa einnig Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Umhyggja, ADHD samtökin, Einstök börn og Einhverfusamtökin.

Frá árinu 2005 hafa Barnaheill  rekið starfsemi sína að Suðurlandsbraut 24. SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, hafa deilt skrifstofu með Barnaheillum um árabil og flytja einnig  á Háaleitisbraut. 

Hægt er að senda póst á netfang samtakanna barnaheill@barnaheill.is og ef erindið er brýnt er hægt að ná í Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra, í síma 820 7255 eða á netfanginu erna@barnaheill.is.