Sveitarfélögum sem bjóða ókeypis námsgögn fjölgar

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeim fjölda sveitarfélaga sem hafa ákveðið að námsgögn verði grunnskólabörnum að kostnaðarlausu. Samtökin hafa frá árinu 2015 staðið fyrir vitundarvakningu og áskorunum til yfirvalda um að virða réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Í gjaldtöku felst einnig mismunun sem börn eiga rétt á vernd gegn.

ER minniBarnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeim fjölda sveitarfélaga sem hafa ákveðið að námsgögn verði grunnskólabörnum að kostnaðarlausu. Samtökin hafa frá árinu 2015 staðið fyrir vitundarvakningu og áskorunum til yfirvalda um að virða réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar eins og Barnasáttmálinn kveður á um. Í gjaldtöku felst einnig mismunun sem börn eiga rétt á vernd gegn.

Í vor var mennta- og menningarmálaráðherra afhentur undirskriftalisti með á sjötta þúsund undirskriftum þar sem skorað var á yfirvöld að breyta grunnskólalögum og afnema gjaldtöku fyrir námsgögn.

Nú hafa 44 sveitarfélög stigið skrefið til fulls og ákveðið að námsgögn verði ókeypis. Þetta eru sveitarfélögin Akranes, Akrahreppur, Akureyri, Árneshreppur, Ásahreppur, Blönduós, Bolungarvík, Borgarbyggð, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Dalabyggð, Dalvík, Eyja- og Miklaholtshreppur, Fjarðarbyggð, Garðabær, Garður, Grenivík (Grýtubakkahreppur), Grindavík, Grundarfjörður, Hafnarfjörður, Helgafellssveit, Hornafjörður, Húnavatnshreppur, Hveragerði, Ísafjörður, Langanesbyggð (Þórshöfn), Mosfellsbær, Mýrdalshreppur, Norðurþing (Húsavík, Lundur, Raufarhöfn), Rangárþing ytra, Reykhólahreppur (Reykhólar), Reykjanesbær, Sandgerði, Skaftárhreppur, Skagabyggð, Skagafjörður, Skagaströnd, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Stykkishólmur, Súðavíkurhreppur, Svalbarðsstrandahreppur (Svalbarðseyri) og Tálknafjörður.          

„Við fögnum þessum fjölda seitarfélaga og óskum þeim innilega til hamingju með þetta mikilvæga réttlætismál. Við lítum svo á að grunnskólinn eigi að vera hornsteinn jöfnuðar og hér er stigið mikilvægt skref í þá átt,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla; „Um leið hvetjum við þau sveitarfélög sem ekki hafa stigið þetta réttlætisskref að gera svo hið fyrsta og tryggja börnum þannig rétt sinn. Við höfum útbúið landakort sem sýnir þau sveitarfélög sem hafa þegar gert námsgögn ókeypis og það má gjarnan koma upplýsingum um ný sveitarfélög til okkar svo við getum bætt þeim inn á kortið.”

Þess má geta að nýverið ákvað bæjarráð Kópavogs að kanna kostnað við niðurgreiðslu námsgagna.

Hægt er að senda upplýsingar um sveitarfélög sem ekki eru á kortinu á netfangið barnaheill@barnaheill.is, eða í gegnum Facebook síðu samtakann