Fólksflótti frá Sýrlandi – börn flýja til að bjarga lífi sínu

Á síðustu 24 klukkustundum er áætlað að 10.000 börn og fjölskyldur þeirra hafi flúið Sýrland yfir landamærin til Jórdaníu. Átök hafa harðnað í suðurhluta Sýrlands með þeim afleiðingum að næstum 20.000 flóttamenn hafa flúið til landamæranna. Í gærkvöldi komu næstum 3.500 manns í Zaatari flóttamannabúðirnar. Á hverjum klukkutíma koma allt að fimm rútur í búðirnar, flestar yfirfullar af örþreyttu og hræddu fólki sem flúið hefur heimili sín með þær fáu eigur sem það getur haldið á.

Á síðustu 24 klukkustundum er áætlað að 10.000 börnSýrland 25012013 og fjölskyldur þeirra hafi flúið Sýrland yfir landamærin til Jórdaníu. Átök hafa harðnað í suðurhluta Sýrlands með þeim afleiðingum að næstum 20.000 flóttamenn hafa flúið til landamæranna. Í gærkvöldi komu næstum 3.500 manns í Zaatari flóttamannabúðirnar. Á hverjum klukkutíma koma allt að fimm rútur í búðirnar, flestar yfirfullar af örþreyttu og hræddu fólki sem flúið hefur heimili sín með þær fáu eigur sem það getur haldið á.

„Fjöldi kvenna og barna flýja til að bjarga lífi sínu og hafa einungis meðferðis fötin sem þau klæðast. Margir ná ekki einu sinni að pakka nauðsynjum og koma allslausir í búðirnar þar sem þeir þurfa á hjálp okkar að halda,” segir Saba Al Mobasat, verkefnastjóri Save the Children í Zaatari flóttamannabúðunum.

„Það er ískalt, blautt og búðirnar eru nú þegar yfirfullar. Mörg barnanna sem koma eru skelfingu lostin, örþreytt og undir miklu andlegu álagi.”

Hitastig í flóttamannabúðunum fer niður í -4°C á nóttunni. Í næstu viku er spáð mikilli rigningu sem mun hafa áhrif á þá 50 þúsund flóttamenn sem eru í búðunum.

„Þrátt fyrir að hjálparstarfsmenn geri sitt besta, er komið að þolmörkum og ástandið á eftir að versna til muna á næstu dögum ef flóttamenn halda áfram að streyma yfir landamærin í jafn miklum mæli,” segir Al Mobasat.

Save the Children eru í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar á staðnum og yfirvöld í Jórdaníu. Samtökin útvega flóttamönnunum mat, teppi og vetrarföt allan sólarhringinn og veita börnum sem hafa orðið vitni að grimmilegum árásum í Sýrlandi einnig faglegan og tilfinningalegan stuðning.

Save the Children veita sýrlenskum börnum lífsnauðsynlega hjálp í Jórdaníu, Líbanon og Írak og hafa nú þegar náð til næstum 130.000 flóttamanna á svæðinu.

Til að styrkja starf Save the Children er hægt að leggja inn á reikning Barnaheilla – Save the Children á Íslandi 0327 - 26 – 001989 kt. 5210891059.