Frábær árangur hjá íslensku liðunum

Íslensku liðin fjögur sem tóku þátt í Kapphlaupinu um lífið stóðu sig með mikill prýði í Laugardalshöllinni í dag. Lið Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hljóp maraþonið á 2:10:52, sem er einungis um 7 mínútum lengri tími en heimsmetið í maraþoni, sem Kenýabúinn Patrick Macau á, en hann hljóp heilt maraþon á 2:03:38. Liðið hafnaði í 44 sæti af þeim 390 liðum sem nú hafa lokið keppni. Næstbestum tíma náðu nemendur Álfhólsskóla í Kópavogi, 2:12:59, lið Laugalækjarskóla hljóp á 2:14:12 og lið Hofsstaðaskóla á 2:15:11.

Íslensku liðin fjögur sem tóku þátt í Kapphlaupinu um lífið stóðu sig með mikill prýði í Laugardalshöllinni í dag. Lið Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hljóp maraþonið á 2:10:52, sem er einungis um 7 mínútum lengri tími en heimsmetið í maraþoni, sem Kenýabúinn Patrick Macau á, en hann hljóp heilt maraþon á 2:03:38. Liðið hafnaði í 44 sæti af þeim 390 liðum sem nú hafa lokið keppni. Næstbestum tíma náðu nemendur Álfhólsskóla í Kópavogi, 2:12:59, lið Laugalækjarskóla hljóp á 2:14:12 og lið Hofsstaðaskóla á 2:15:11.

Kenýska liðið frá Tunyai skólanum í Meru hljóp maraþonið í dag á 1:47:55. Það er langbesti tími sem náðst hefur í maraþoninu til þessa, en á síðasta ári hljóp lið frá Nderu í Kenýa á 1:51:52. Næst besti tíminn í dag er 1:54:19 sem lið í Nemakonde skólanum frá Harare í Zimbabwe náði.

Kapphlaupið um lífið fer fram í 40 löndum um allan heim í dag þegar rúmlega 20 þúsund börn í um 500 liðum hlaupa maraþon í boðhlaupsformi til að vekja athygli á baráttunni gegn barnadauða. Ísland tók í fyrsta sinn þátt í hlaupinu í ár sem nú er haldið í fimmta sinn.

Save the Children TV er einnig sent út í 12 klukkutíma í dag á slóðinni http://www.raceforsurvival.net/. Þar taka fjöldi stjórnmálamanna og ýmissa sérfræðinga þátt í 45 mínútna umræðuþáttum sem fjalla um hungur og baráttuna gegn vannæringu og barnadauða. Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður, verður þátttakandi í umræðum klukkan 17.30 að íslenskum tíma þar sem fjallað verður um markmið 4 hjá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna; að draga úr barnadauða um 2/3 á árunum 1990-2015. Með Birgittu í pallborðinu verður meðal annars Ian Pett, yfirmaður heilbrigðismála hjá höfuðstöðvum UNICEF.