Fræðslufundur: Samstarf og samstaða foreldra skiptir máli

Samstarf og samstaða foreldra skipti máli - þorpið og uppeldið

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 11. maí 2022 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina "Samstarf og samstaða foreldra skipti máli, - þorpið og uppeldið".
Þar verður meðal annars farið yfir hvað einkennir farsælt foreldrasamstarf og hvernig sé best að ná til foreldra, Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri félagsauðs og forvarna á Norðurmiðstöð Reykjavíkurborgar opnar fundinn með erindi þess efnis.

Auk Helgu Margrétar er Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu með kynningu á niðurstöðum rannsóknar um "fundi í þorpinu", sem og Ingibjörg Guðmundsdóttir sem fer yfir jákvæð skilaboð tilforeldra. Ingibjörg er fulltrúi Embættis landlæknis í Samanhópnum.

Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga og er skráning hér.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér og verður tengill á fundinn sendur til þeirra sem skrá sig tímanlega.

***

Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í starfi Náum áttum hópsins, naumattum.is. Hópurinn er fræðslu- og forvarnarhópur og í honum eiga sæti fulltrúar nokkurra félagasamtaka og stofnana sem ákveða sameiginlega fundarefni og skipuleggja dagskrá morgunverðarfunda sem haldnir eru mánaðarlega yfir vetrartímann.

Fundarefni snerta ýmsa þætti er varða börn, forvarnir og velferð barna og ungmenna.

Á heimasíðu hópsins má finna upplýsingar um fundi og ráðstefnur sem hópurinn stendur fyrir.