Frá Kópavogi til Gíneu-Bissá

Fótboltateymi Ginea BissaÍ janúar sl. stóðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Afríka 20:20 – félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara fyrir Afríkudögum. Meðal þeirra sem tóku þátt í Afríkudögum voru börn í 6. flokki Breiðabliks sem m.a. söfnuðu fótboltabúningum sem síðan voru sendir til Gíneu-Bissáþar sem þeir koma að góðum notum.

 

Á Afríkudögum reyndu börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu m.a. að setja sig í spor ungviðis í Afríku sunnan Sahara. Auk þess að safna fótboltabúningum, glímdu börnin í 6. flokk Breiðabliks við það verkefni að búa til fótbolta sem þau æfðu svo með, án hefðbundins skóbúnaðar.

fotbolti4Í janúar sl. stóðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Afríka 20:20 – félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara fyrir Afríkudögum. Meðal þeirra sem tóku þátt í Afríkudögum voru börn í 6. flokki Breiðabliks sem m.a. söfnuðu fótboltabúningum sem síðan voru sendir til Gíneu-Bissáþar sem þeir koma að góðum notum.

 

Á Afríkudögum reyndu börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu m.a. að setja sig í spor ungviðis í Afríku sunnan Sahara. Auk þess að safna fótboltabúningum, glímdu börnin í 6. flokk Breiðabliks við það verkefni að búa til fótbolta sem þau æfðu svo með, án hefðbundins skóbúnaðar.

Geir Gunnlaugsson, formaður Afríku 20:20 tók að sér að koma tveimur fullum töskum af fótboltabúningum frá Breiðablik til Gíneu-Bissá. Önnur taskan fór til Biombo héraðsins, sem er í um 50 km. fjarlægð frá höfuðborginni Bissá. Hjúkrunarfræðingurinn Ansumany Sambi í Dorse tók við töskunni en hann er stjórnandi liðs á svæðinu. Sigríður Baldursdóttir, doktorsnemi í þróunarfræðum sem búið hefur í landinu í nær tvö ár, afhenti hina töskuna í þorpinu Mandingara í Oio-héraðinu. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum, vöktu búningarnir mikla ánægju þorpsbúa, ekki síst barnanna.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Afríka 20:20, félag áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara, þakkar börnunum í Breiðablík kærlega fyrir glæsilegt framlag til Afríkudaga og barna í Gíneu-Bissá.