Framhaldsskólinn og niðurskurður

Miðvikudaginn 17. nóvember stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall.

Miðvikudaginn 17. nóvember stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall.

Á fundinum mun Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga, fjalla um ungt fólk utan framhaldsskóla, Gísli Ragnarsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, fjallar um viðbrögð framhaldsskóla við niðurskurði og Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjafardeild HÍ, ræðir um stuðning til náms við ungmenni sem búa við félagslega erfiðleika. Fundarstjóri verður Elísabet Gísladóttir.

Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand Hóteli Reykjavík og stendur til kl. 10.00. Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning. Þáttökugjald er kr. 1.500. Öllum heimil þátttaka á meðan að húsrúm leyfir.