Framtíðarsýn, markmið og stefna Barnaheilla

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla skrifar: Á síðastliðnu ári unnu stjórn, starfsfólk, ungmennaráð Barnaheilla og hagsmunaaðilar að mótun stefnu samtakanna fyrir árin 2016-2018. Framtíðarsýn samtakanna til ársins 2030 var formuð í takt við stefnumótun alþjóðasamtakanna okkar.

ER minniBarnaheill – Save the Children á Íslandi voru stofnuð árið 1989 og eru hluti af alþjóðasamtökum Save the Children sem samanstanda af 30 landsfélögum með starfsemi í 120 löndum.Til þess að þjóna hagsmunum barna á sem árangursríkastan hátt er reglulega farið í stefnumótunarvinnu þar sem framtíðarsýn og markmið samtakanna eru endurskoðuð og mótuð og aðgerðaráætlanir settar fram. Á síðastliðnu ári unnu stjórn, starfsfólk, ungmennaráð Barnaheilla og hagsmunaaðilar að mótun stefnu samtakanna fyrir árin 2016-2018. Framtíðarsýn samtakanna til ársins 2030 var formuð í takt við stefnumótun alþjóðasamtakanna okkar. Hrönn Pétursdóttir, ráðgjafi, var fengin til þess að stýra þessari vinnu sem hún gerði af mikilli röggsemi og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Afraksturinn af vinnunni settum við upp í myndrænt form sem sjá má á meðfylgjandi myndum. 

FramtidarsynMarkmid 2016-2018

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er nú sem áður leiðarljós samtakanna enda byggist stefnumótunin á þeim grundvallarréttindum sem þar koma fram. Markmið okkar til næstu þriggja ára endurspegla þær áherslur. Þau styrkja einnig innri stoðir samtakanna til að gera okkur kleift að vinna að velferð og réttindum barna sem mest og best. Bakvið hvert markmið standa svo aðgerðaráætlanir fyrir þau verkefni sem við munum sinna á tímabilinu. 

Stefnumótun felst samt sem áður ekki í að útbúa fallegt skjal sem síðan er stungið ofan í skúffu, heldur er það lifandi plagg sem unnið er eftir og tekur breytingum. Í tengslum við stefnumótunarvinnu hafa einnig verið endurskoðaðar/mótaðar allskyns starfsreglur, viðmið, áætlanir og stefnur um hin ýmsu mál sem varða starfsemi samtakanna. Sem dæmi þá hafa samtökin sett sér starfsreglur til dæmis um myndbirtingar af börnum, umhverfisstefnu, reglur um ferðir erlendis, viðmið um opinbera umfjöllun um börn og barnaverndarstefnu. Ýmsar aðrar starfsreglur og viðmið eru í smíðum en það er okkur sem komum að samtökunum mikilvægt að slíkar reglur og viðmið séu sýnileg almenningi á vef samtakanna. Aftar í blaðinu er einnig fjallað ítarlegar um umverfisstefnu og barnaverndarstefnu Barnaheilla. 

Málshátturinn „Orð eru til alls fyrst“ á svo sannarlega við þegar framtíðarsýn, markmið og stefnur eru mótaðar. Ég vil koma á framfæri bestu þökkum til allra sem unnið hafa með okkur að þessum málum og deila ás