Fréttabréf Vináttu - janúar 2021

Gleðilegt ár kæru kennarar

Með kæru þakklæti fyrir starf ykkar á árinu 2020 við erfiðar aðstæður. Sú handleiðsla sem þið veitið börnum í námi og leik er dýrmæt. Að vinna með samkennd, virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og hugrekki er hluti af því.

Nú eru um 65% leikskóla landsins Vináttuleikskólar og 25% grunnskóla. Því meira sem Vinátta er notuð því meiri er árangur við að efla félagsfærni og samkennd í barnahópnum. Við þökkum fyrir ykkar þátt í því.

Við hlökkum til samstarfs á árinu. Gangi ykkur sem allra best.

Hvernig getum við aðstoðað börn við að eignast vini í gegn um leik?

Börn eiga rétt á að tilheyra hópi og óttinn við útilokun úr hópnum getur leitt til flokkadrátta og valdabaráttu. Öll börn eiga jafnan rétt á þáttöku í leik og starfi.

Þeir sem vinna með börnum gegna mikilvægu hlutverki í vináttu barna – ekki síst fyrir þau börn sem eiga erfitt með að tengjast öðrum börnum og að eignast vini.

Leikur og vinátta eru nátengd. Þau samskipti og samvinna sem er hluti af leik þýðir að börn upplifa að þau séu vinir því að þau leika sér saman eða að þau leika sér saman vegna þess að þau eru vinir.

Þess vegna er svo mikilvægur þáttur í að skapa og treysta vináttu í daglegu starfi skólans. Þar gegna kennarar mikilvægu hlutverki.

það eru börnin sem mynda tilfinningatengsl sín á milli og þá samkennd og umhyggju sem skapa vináttuna en bera þeir fullorðnu ábyrgð á því að skapa umgjörð og aðstæður þannig að vinátta geti myndast og þróast.

Hér eru fjögur ráð um hvernig hægt er að hjálpa börnum að eignast vini í gegnum leik:

  • Hjálpaðu barninu að eignast leikfélaga
    Sum börn eiga erfitt með að tengjast öðrum í leik. Hálpaðu barninu með því að koma leik af stað með öðrum börnum. Fáðu barninu hlutverk í leiknum, s.s ef verið er að spila, þá gæti barnið verð sá aðili sem dreifir spilamunum.
  • Hjálpaðu barninu að hefja leikinn
    Hjálpaðu barninu að koma sér upp leikjum sem það getur svo beðið önnur börn um að leika með sér. Finndu út hvað barnið getur lagt af mörkum í hópleiknum þar sem sem styrkleikar þess fá að njóta sín.
  • Skipuleggðu þvert á vináttu
    Skipuleggðu starfsemi óháð því hverjir eru félagar eða vinir. Gefðu börnum tækifæri til að uppgötva nýjar hliðar félaga sem þau leita venjulega ekki eftir að leika við. Búðu til nýja hópa eða ný pör. Til dæmis göngufélagar, matarhópar eða aðrar athafnir þar sem þú gefur viðkvæmum börnum tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Hér er einnig kjörið að nota samstæðuspil eða annað til að skipta í hópa.
  • Þátttaka foreldra
    Foreldrar gegna stóru hlutverki í félagsþroska barna sinna. Með því að stuðla að því að börnin leiki við sem flesta í hópnum fá börnin mismunandi sjónarhorn í leik. Ef félagi kemur í heimsókn á heimili getur þurft að fylgjast með leiknum eða hjálpa börnunum að finna leik. Mikilvægt er að foreldrar leyfi og hvetji börnin til að bjóða fleirum en þeim sem þeir leika mest við.

    Í þessum bæklingi sem finna má hér eru upplýsingar um leik og vináttu barna.
    Bæklingurinn var gefinn út af BUPL árið 2014 og byggir á rannsóknar- og þróunarverkefni sem unnið var í samstarfi við kennara frá fimm stofnunum og vísindamenn frá háskólanum í Hróarskeldu Danmörku. háskóla.