Friðarsúluferð tileiknuð fórnarlömbum hamfaranna í Japan

Friðarsúlan Guðlaugur Ottesen Karlsson
Friðarsúlan
Ljósmynd: Guðlaugur Ottesen Karlsson

Fyrirtækið Elding skipuleggur ferð út í Viðey sunnudaginn 20. mars og verður kveikt á Friðarsúlunni IMAGINE PEACE TOWER og mun hún lýsa upp kvöldhimininn fram að miðnætti í eina viku. Ferðin 20. mars verður tileinkuð fórnarlömbum hamfaranna í Japan en listamaðurinn og hugmyndasmiður Friðarúlunnar, Yoko Ono, á einmitt rætur sínar að rekja til Japans. Sérstakt tilboð verður í ferðina það kvöld auk þess sem aðgangseyrir í ferjuna rennur óskiptur til hjálparstarfs Barnaheilla - Save the Children í Japan. Barnaheill –Save the Children á Íslandi þakka kærlega stuðninginn og vona að sem flestir mæti.

Friðarsúlan Guðlaugur Ottesen Karlsson
Friðarsúlan
Ljósmynd: Guðlaugur Ottesen Karlsson

Fyrirtækið Elding skipuleggur ferð út í Viðey sunnudaginn 20. mars og verður kveikt á Friðarsúlunni IMAGINE PEACE TOWER og mun hún lýsa upp kvöldhimininn fram að miðnætti í eina viku. Ferðin 20. mars verður tileinkuð fórnarlömbum hamfaranna í Japan en listamaðurinn og hugmyndasmiður Friðarúlunnar, Yoko Ono, á einmitt rætur sínar að rekja til Japans. Sérstakt tilboð verður í ferðina það kvöld auk þess sem aðgangseyrir í ferjuna rennur óskiptur til hjálparstarfs Barnaheilla - Save the Children í Japan. Barnaheill –Save the Children á Íslandi þakka kærlega stuðninginn og vona að sem flestir mæti.

  • Almennt verð: 5.000 kr fyrir fullorðna, 2.500 kr fyrir börn 7 til 15 ára og frítt fyrir börn 6 ára og yngri.

  • Tilboð 20. mars 2011: 2.000 kr fyrir fullorðna, 1.000 kr fyrir börn 7 til 15 ára og frítt fyrir börn 6 ára og yngri. 

    Brottför er kl. 20:00 frá Skarfabakka og gott er að mæta tímanlega.

  • Bókanir og frekari upplýsingar veita starfsmenn Eldingar í síma 555-3565 eða í elding@elding.is