Friðarviðræður - Tryggja þarf sýrlenskum börnum vernd

Barnaheill – Save the Children og önnur leiðandi mannúðarsamtök hafa sent opið bréf til samningsaðila í Genf II, friðarviðræðum Sýrlands, sem hefjast í Sviss á morgun. Stríðandi fylkingar eru beðnar um að hafa slæma stöðu barna að leiðarljósi.

Dont target children"Ég skal segja þér sögu mína. Hún byrjar með dauða tveggja sona minna. Það var skothríð í bænum og sprengjuárás. Báðir synir mínir létust. Stuttu seinna lést Amal, dóttir mín, af sömu orsökum. Um þúsund sprengjur féllu á bæinn þann dag. Hún var sex ára gömul.”

     Za'ahir, sýrlenskur flóttamaður í Líbanon

Barnaheill – Save the Children og önnur leiðandi mannúðarsamtök hafa sent opið bréf til samningsaðila í Genf II, friðarviðræðum Sýrlands, sem hefjast í Sviss á morgun. Stríðandi fylkingar eru beðnar um að hafa slæma stöðu barna að leiðarljósi.

Meðal þeirra 14 sem skrifa undir bréfið eru Desmond Tutu erkibiskup og friðarverðlaunahafi Nóbels, Antonio Gutteres,  yfirmaður Flóttamannastofnunar SÞ, Valerie Amos, yfirmaður mannúðarmála og hjálparstarfs hjá SÞ, David Miliband, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta og forseti alþjóðlegrar björgunarnefndar og Margaret Chan, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Þetta er í fyrsta sinn sem helstu mannúðarsamtök heims sameinast um opinbera áskorun til allra þeirra sem koma að málefnum Sýrlands. Grípa verði til aðgerða til að leyfa lífsnauðsynlegum hjálpargögnum að berast til barnanna sem eru innilokuð í Sýrlandi og forða þeim frá því að verða fórnarlömb ofbeldisins.

Yfir ellefu þúsund börn hafa týnt lífi í átökunum, þar af 71% handahófskennt í sprengjuárásum.

Barnaheill – Save the Children eru stærstu sjálfstæðu mannréttindasamtök sem vinna að réttindum barna í heiminum. Samtökin vilja að þátttakendur í Genfarviðræðunum setji vernd barna á oddinn.

Í bréfinu er skorað á stríðandi fylkingar að hlífa börnunum með því að samþykkja að:

  • Lífsnauðsynleg hjálpargögn fái að berast til barna
  • Skólar og heilbrigðiststofnanir séu ekki skotmörk eða nýtt í hernaðartilgangi
  • Sprengjum sé ekki varpað á íbúðabyggð

Í bréfinu segir einnig: „Hvert barn í Sýrlandi sem særist, er drepið  eða missir ástvin, er tákn þess að alþjóðasamfélagið hefur brugðist. Við undirrituð skuldbindum okkur hér með til að gerast baráttumenn fyrir sýrlensk börn og tölum fyrir réttindum þeirra við hvert tækifæri. Heil kynslóð glatast vegna ofbeldisins. Við berum öll ábyrgð á því að bjarga þessum börnum.”

Rösklega fjórar milljónir barna hafa neyðst til að flýja heimili sín,