Frístundir, áhætta, forvarnir

N8sep2011Miðvikudaginn 28. september stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um frístundir, áhættu og forvarnir.

N8sep2011Miðvikudaginn 28. september stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um frístundir, áhættu og forvarnir.

Á fundinum mun Jóhanna Rósa Arnardóttir, félags- og menntunarfræðingur, segja frá rannsókn um áhættuþætti í  vímuefnaneyslu ungmenna, Árni Guðmundsson MEd fjallar um frítímann, valmöguleika og vímuefnavanda, Eygló Rúnarsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, ræðir um forvarnargildi félagsmiðstöðvastarfs og hvað unglingunum finnst sjálfum og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ segir frá umgjörð og valkostum í tengslum við Unglingalandsmót UMFÍ. Fundarstjóri er Guðni R. Björnsson.

Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand Hóteli Reykjavík og stendur til kl. 10.00. Skráning fer fram á www2.lydheilsustod.is/frettir/avvr/nr/3137. Þáttökugjald er kr. 1.500. Öllum heimil þátttaka á meðan að húsrúm leyfir.