Fulltrúi frá Save the Children kynnir hjálparstarf samtakanna í Írak

Í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna verður dagskrá í Norræna húsinu fimmtudaginn 23. október nk. frá kl. 12.00–15.00. Tveir erlendir fyrirlesarar koma til landsins af þessu tilefni, Xavier Sticker frá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Christopher Cuninghame frá Save the Children í Bretlandi.

Í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna verður dagskrá í Norræna húsinu fimmtudaginn 23. október nk. frá kl. 12.00–15.00. Tveir erlendir fyrirlesarar koma til landsins af þessu tilefni, Xavier Sticker frá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Christopher Cuninghame frá Save the Children í Bretlandi.

Christopher Cuninghame hefur starfað hjá Save the Children að þróunarverkefnum undanfarin tíu ár. Í byrjun ársins var hann settur yfir neyðaráætlun samtakanna í Írak með aðsetur í Bretlandi. Skömmu fyrir innrásina í Írak var Cristopher um mánaðar skeið við störf í norðurhluta Íraks ásamt starfsfólki samtakanna. Hann fór svo aftur til Íraks eftir innrásina til að kynna sér aðstæður og fylgjast með starfsemi Save the Children í Bagdad.