Fylgja þarf eftir samþykktum aðgerðaráætlunum í málefnum barna og tryggja fjármagn

Rustrkur_-_mynd_af_BSS_plakatiBarnaheill – Save the Children á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hafa sent nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins skuggaskýrslu um stöðu barna á Íslandi með tilliti til ákvæða Barnasáttmála SÞ. Til hliðsjónar var þriðja skýrsla íslenskra stjórnvalda til nefndarinnar. Þó hér á landi hafi verið samþykktar ýmsar aðgerðaráætlanir í málefnum barna hefur aðeins lítill hluti þeirra verið framkvæmdur. Samtökin hvetja stjórnvöld til að nýta sér markvisst þær fjölmörgu upplýsingar sem fyrirliggjandi eru til að bregðast við og bæta aðbúnað og stöðu barna hér á landi.

Rustrkur_-_mynd_af_BSS_plakatiÖnnur skýrsla stjórnvalda um stöðu barna á Íslandi með tilliti til ákvæða Barnasáttmála SÞ er frá árinu 2003 en síðan hafa verið gerðar ýmsar lagabreytingar í málefnum barna. Má þar nefna ný barnalög, breytingar á barnaverndarlögum frá 2002 auk nýrra laga um leik- og grunnskóla. Allar þessar breytingar taka mið af Barnasáttmálanum og öðrum mannréttindarsáttmálum sem Ísland er aðili að.

Meðal helstu niðurstaða í skuggaskýrslu samtakanna þriggja er að þó gerðar hafi verið tvær aðgerðaráætlanir, annars vegar um barnavernd og hins vegar um aðgerðir til að bæta stöðu barna og ungmenna, hefur aðeins lítill hluti þessara áætlana komist til framkvæmdar. Ástæða er til að hvetja stjórnvöld eindregið til að bæta úr því um leið og unnið er áfram að endurskoðun og uppfærslu þessara aðgerðaáætlana. Einnig má nefna að þrátt fyrir að til sé heildarstefna í málefnum innflytjenda, þar sem nokkrir liðir fjalla sérstaklega um börn innflytjenda, hefur fátt eitt komið til framkvæmda. Úr því verður að bæta og sérstaklega ber stjórnvöldum að gera öllum sveitarfélögum skylt að móta sér stefnu í þjónustu við innflytjendur. Það er mat samtakanna að sárlega skorti heildarstefnu í málefnum barna og barnafjölskyldna af hálfu stjórnvalda.

Ísland staðfesti Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 1992. Unnið hefur verið að því um nokkurra ára skeið að fullgilda sáttmálann og binda hann í lög. En til þess að svo megi verði, þarf Ísland að uppfylla 37. grein Barnasáttmálans þar sem kemur fram að ungmenni sem brjóta af sér og þurfa að sæta fangelsisrefsingu beri að vera aðskilin frá fullorðnum föngum. Þó í gildi sé samningur á milli fangelsismálastofnunar og Barnaverndarstofu um vistun ungra afbrotamanna, hefur hann ekki virkað sem skyldi. Það er afar brýnt fyrir hagsmuni ungmenna í þessum aðstæðum að úr verði bætt hið fyrsta.

Hér að neðan fylgja helstu ábendingar samtakanna við þriðju skýrslu stjórnvalda um stöðu barna á Íslandi, með tilliti til ákvæða Barnasáttmálans.

  • Birting Barnasáttmálans og þjálfun. Stjórnvöld eru hvött til að gera kynningu og fræðslu um Barnasáttmálann markvissari og öflugri. Móta þarf stefnu í þjálfun þeirra sem vinna með börnum þannig að þeir þekki Barnasáttmálann og þau réttindi sem hann tryggir. (Má þar nefna kennara, lögreglu, barnaverndarstarfsm