Fyrsti opni fundur ungmenna með þingnefnd

Í dag sátu átta fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef fund velferðarnefndar í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmálans. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur ungmenna fundar með þingnefnd á opnum fundi og skiptist þar á skoðunum um málefni barna. Rætt var um þátttöku og réttindi barna, skólakerfið og menntun auk velferðarmála.


IMG_9623 - litilÍ dag sátu átta fulltrúar ungmennaráða Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef fund velferðarnefndar í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmálans. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur ungmenna fundar með þingnefnd á opnum fundi og skiptist þar á skoðunum um málefni barna. Rætt var um þátttöku og réttindi barna, skólakerfið og menntun auk velferðarmála.
 
Herdís Ágústa Linnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla sat fundinn ásamt þeim Nóna Sæ Ásgeirssyni og Ingibjörgu Ragnheiði Linnet auk fulltrúa úr ungmennaráðum umboðsmanns barna og Unicef.
 
Herdís ræddi um birtingamyndir ofbeldis gegn börnum og mikilvægi þess að vinna að forvörnum. Nóni Sær talaði um skort á fræðslu um fatlanir fyrir umsjónarmenn, kennara og börn og Ingibjörg Ragnehiður ræddi um geðheilbrigðismál og þörf á úrbótum.
 
Lilja Hrönn Önnu-Hrannarsdóttir frá ungmennaráði umboðsmanns barna fjallaði um mikilvægi hagnýts náms, svo sem lífsleikni og um mikilvægi móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna og María Fema Wathne ræddi um sérkennslu og kennslumat í grunn- og framhaldsskólum þar sem nemendur fengju að segja skoðun sína á kennslu undir nafnleynd.
 
FIMG_9621ulltrúar Unicef, þau Sara Mansour og Einar Freyr Bergsson ræddu um Barnasáttmálann og nauðsynlega kynningu á honum og um 12. grein sáttmálans sem fjallar um að hlustað sé á börn og ungmenni. Anna Ólöf Jansdóttir fór yfir ójafna stöðu íslenskra barna og hvernig fátækt getur dregið úr möguleikum til náms og tómstunda.
 
„Ég er afar stolt af ungmennunum okkar. Þau komu á framfæri skýrum en yfirveguðum skilaboðum við þingmenn í velferðarnefnd Alþingis í morgun og þingmenn virtust móttaka skilaboðin og skilja þörfina á auknu samtali og samráði við börn og ungmenni um mál sem þau snerta“, sagði Þóra Jónsdóttir starfsmaður Barnaheilla – Save the Children á íslandi og ráðgjafi ungmennaráðs Barnaheilla.
 
Bein útsending var frá fundinum á RUV og á sjónvarpsrás Alþingis.