Gætum jafnræðis og látum ÖLL börn njóta gjaldfrjálsrar grunnmenntunar

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá árinu 2015 hvatt yfirvöld til að afnema kostnaðarþátttöku fjölskyldna vegna skólagagna grunnskólabarna eða svokallaða innkaupalista. Hvorki samræmist sú gjaldtaka 29. grein Barnasáttmálans né er hún í anda þeirrar stefnu að skólinn skuli vera hornsteinn jöfnuðar í þjóðfélaginu.

Velferðarvaktin, sem Barnaheill eiga fulltrúa í, hefur einnig tekið málið upp á sína arma og m.a. látið gera könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna grunnskólabarna í öllum 74 sveitarfélögum landsins. Samtökin fagna heilshugar niðurstöðum þeirrar könnunar. Þar kemur fram að 55,4% sveitarfélaga ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn án endurgjalds frá og með skólaárinu 2017-2018. Eru þetta gleðitíðindi fyrir þau grunnskólabörn og fjölskyldur þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum en því miður endurspeglar þetta hlutfall ekki fjölda þeirra grunnskólabarna á landinu sem munu njóta góðs af þessu.

Stærstu sveitarfélögin á landinu, Reykjavík og Kópavogur, eru til dæmis ekki inni í þessari prósentutölu. Bæði þessi sveitarfélög segjast þó ætla að draga úr kostnaðarþátttöku grunnskólanemenda vegna skólagagna. Það er vissulega skref í rétta átt en kemur ekki í veg fyrir hættuna á mismunun á milli barna innan sama sveitarfélags. Í könnuninni kemur fram að í 18 sveitarfélögum er kostnaður á nemendur í sama árgangi misjafn á milli skóla. Börn í sama árgangi, í sama sveitarfélagi, en mismunandi skólum eru að greiða mismikið fyrir námsgögn og er það algjörlega óásættanlegt og mismunun barna sveitarfélagsins.

Barnaheill telja það því gríðarlega mikilvægt að 31. grein grunnskólalaga sé breytt á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna í skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka öllum þeim einstaklingum sem tóku þátt í undirskriftasöfnun og studdu samtökin í baráttu sinni fyrir gjaldfrjálsri grunnmenntun í raun. Það er mikils virði að sjá árangur af þeirri vinnu í niðurstöðum þessarar könnunnar. En björninn er ekki unninn fyrr en glufunni í grunnskólalögunum hefur verið lokað. Því ítreka samtökin áskorun sína og þ