Galdurinn við Vináttu

„Það er einhver galdur við Vináttu. Við fundum strax á tilraunastiginu að þetta var ekki bara enn eitt verkefnið ofan á allt annað og árangurinn er svo augljós.Vinátta er bæði ofboðslega skemmtileg og fellur algjörlega inn í starfið á leikskólanum sem gerir það að verkum að við erum gífurlega ánægð með verkefnið,“ segir Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri á Uglukletti í Borgarnesi.

IMG_2455„Það er einhver galdur við Vináttu. Við fundum strax á tilraunastiginu að þetta var ekki bara enn eitt verkefnið ofan á allt annað og árangurinn er svo augljós.Vinátta er bæði ofboðslega skemmtileg og fellur algjörlega inn í starfið á leikskólanum sem gerir það að verkum að við erum gífurlega ánægð með verkefnið,“ segir Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri á Uglukletti í Borgarnesi. Leikskólinn var einn þeirra sex leikskóla sem tóku þátt í tilraunakennslu með Vináttu veturinn 2014-2015. Kristín er jafnfamt einn þeirra leikskólakennara sem kennir á Vináttunámskeiðum á vegum Barnaheilla. 

Sem dæmi um árangurinn segir Kristín frá stelpu sem hafi verið í aðlögun fyrr á árinu; „Hún grét og var hálfómöguleg. Mér tókst ekki að hugga hana. Einn af stóru strákunum fylgdist með og bauðst að lokum til að sækja Blæ svo stelpan myndi hætta að gráta. Fyrir hann var Blær lausnin. Og það fannst mér sýna að Blær skiptir virkilega miklu máli fyrir krakkana.“ segir Kristín. 

Svanhildur Ólafsdóttir er leikskólakennari á Uglukletti. Hún tekur undir þetta og segir að myndirnar á spjöldunum séu ekki síður mikilvægar því þær vekji börnin til umhugsunar: „Þau eru mjög fljót að sjá hvað er rétt og vita alveg upp á hár hvað eru góð eða slæm samskipti. Mér finnst þau geta sett sig betur í spor annarra og hafa betri skilning á líðan þess sem er skilinn útundan. Um daginn fórum við til dæmis í strætó og einn strákurinn var leiður því vinur hans ætlaði ekki að sitja hjá honum. Þá kom annað barn og sagði: „Ég skal sitja hjá þér.“ Þannig að gildin síast klárlega inn og Vinátta gefur börnunum verkfæri til að takast á við mismunandi aðstæður.“ 

Kristín bætir við að eitt það sem börnin séu stoltust af sé að vera hugrökk og að stíga inn í aðstæður til að hjálpa vinum sínum. 

Þátttaka foreldra í verkefninu skiptir miklu máli að mati Kristínar; „Það er mikilvægt að geta leiðbeint þeim.Vinátta getur nefnilega leyst svo ótrúlega margt í samskiptum á svo auðveldan hátt. Líka inni á heimilum. Þar skapast umræða þegar póstkortið fer heim og þegar gestir koma í heimsókn eins og amma og afi. Þannig festa þessi góðu gildi sig betur í sessi og smitast út í samfélagið. Ég hef alveg tröllatrú á að verkefnið sé að gera svo margt gott fyrir alla sem kynnast því.“ 

Svanhildur segir að Vinátta hafi ekki bara