Geðshræring hjá börnum í kjölfar nýrra skjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi

Nawras*, 13 ára var sofandi þegar fyrsti skjálftinn reið yfir þann 6. febrúar. Hann var fastur í hús…
Nawras*, 13 ára var sofandi þegar fyrsti skjálftinn reið yfir þann 6. febrúar. Hann var fastur í húsarústunum í fjóra klukkutíma.

Fleiri eftirskjálftar hafa orðið í suðurhluta Tyrklands og Sýrlands í kjölfar stóra skjálftans þann 6.febrúar. Jarðskjálftarnir hafa valdið mikilli geðshræringu hjá börnum og eru dæmi um að fólk hafi hoppað af byggingum af ótta við að byggingin myndi hrynja í skjálftunum.

Alexandra Saieh, yfirmaður mannúðarmála og hagsmunagæslu Barnaheilla - Save the Children, sem er stödd í Gaziantep segir að aðeins tveimur vikum eftir stærsta jarðskjálfta sem riðið hefur yfir í Tyrklandi hafi komið annar mannskæður jarðskjálfti sem reið yfir Hatay. Jarðskjálftinn kostaði mannslíf og byggingar hrundu að nýju. Margar fjölskyldur höfðu sett upp tjöld við hliðina á byggingum sem voru skemmdar og streymdu fjölskyldur út á göturnar aftur eftir skjálftann. Hluti af starfsfólki Barnaheilla – Save the Children í Hatay komst ekki nógu fljótt út úr byggingunni og þurfti því að skýla sér undir borði.

Fyrir milljónir barna og fjölskyldur þeirra hefur þessi nýi skjálfti endurvakið áföll sem fólkið upplifði fyrir nokkrum vikum síðan.

„Við höfum áhyggjur af áhrifunum á börn sem voru farin að öðlast sjálfstraustið sitt aftur.“
„Það eru nýhrundar byggingar í miðbæ í Antakya og það er verið að meta svæðið með tilliti til skemmda áður en við höldum starfsemi okkar áfram. Við erum að heimsækja samfélög í Hatay-héraði til að afhenda fjölskyldum dýnur, teppi og eldivið. Mikill fjöldi fólks þarf á aðstoð að halda en hjálparsamtök á svæðinu hafa áhyggjur af því að fjöldi fólks búi á götunni og margir sofa í bílunum sínum af ótta um öryggi fjölskyldunnar.”

Rama*, 5 ára var vakin upp um miðja nótt þegar jarðskjálftinn reið yfir þann 6. febrúar. Hún og fjölskyldan hennar flúðu út í næturfrostið með engin hlý föt með sér. Þau dvelja nú í neyðarskýli Barnaheilla - Save the Children og fá aðstoð.