Gefðu börnum mannréttindi í jólagjöf

Barnaheill_kubbur_jpgBarnaheill – Save the Children á Íslandi fengu Eggert Pétursson listmálara og Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfund til liðs við sig við gerð jólakorts í ár. Með því að kaupa þetta einstaka kort er stutt við bakið á öflugu starfi samtakanna í þágu barna hér á landi og erlendis.

Myndir_hfundar_minniEggert Pétursson og Þórarinn Eldjárn gefa vinnu sína við gerð jólakorts Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Ljósmynd: Arnaldur Halldórsson.Eggert Pétursson málaði sérstaklega málverkið, Án titils, fyrir kortið. Inn í kortið er prentað ljóð Þórarins Eldjárns, Skamm skamm skammdegi sem hann samdi sérstaklega við málverk Eggerts. Báðir listamennirnir gefa vinnu sína en andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Sala jólakorta er gríðarlega mikilvæg fjáröflunarleið fyrir samtökin sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.

Gefðu öðruvísi jólakort í ár
Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children International. Alþjóðasamtökin vinna að réttindum og velferð barna í 120 löndum og hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hérlendis leggja samtökin áherslu á að standa vörð um réttindi barna, á þátttöku barna og á vernd barna gegn ofbeldi. Erlendis styðja Barnaheill - Save the Children á Íslandi menntun barna og mannúðarstarf vegna hamfara. Með því að kaupa þessi einstöku kort er stutt við bakið á öflugu starfi samtakanna í þágu barna um allan heim.

Jólakort Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er hægt að kaupa á skrifstofu samtakanna á Suðurlandsbraut 24 eða í gegnum pöntunarsíðu á netinu. Einnig fást kortin í verslunum Hagkaupa, Krónunnar og Pennans Eymundssonar og fleiri verslunum á höfuðborgarsvæðinu og út um land. Lista yfir útsölustaði er að finna á heimasíðu samtakanna. Eldri jólakort eru einnig til sölu og er allar nánari upplýsingar um verð og úrval er að finna á fyrrnefndri pöntunarsíðu.

Sýn Barnaheilla – Save the Children er heimur þar sem réttur sérhvers barns til lífs, verndar, þroska og þátttöku er virtur. Markmið samtakanna er  að vekja heiminn til vitundar um stöðu barna og ná fram tafarlausum og ævarandi breytingum í lífi þeirra.