Gegn hatursorðræðu á netinu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa stofnað til samstarfs við pólsku sjálfboðaliðasamtökin Centrum Wolontariatu og pólska félagsmiðstöð Youth Sociotherapy Centre in Bielsko-Biala um hatursorðræðu á netinu. Samstarfsverkefnið er styrkt af Þróunarsjóði EFTA og ber heitið „Volunteerism – we can do more together“.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa stofnað til samstarfs við pólsku sjálfboðaliðasamtökin Centrum Wolontariatu og pólska félagsmiðstöð Youth Sociotherapy Centre in Bielsko-Biala um hatursorðræðu á netinu. Samstarfsverkefnið er styrkt af Þróunarsjóði EFTA og ber heitið „Volunteerism – we can do more together“.

Verkefnið mun standa í tvö ár og felur í sér vakningarátak um hatursorðræðu á netinu á pólskum vefsíðum. Fulltrúi frá Barnaheillum mun veita 40 sjálfboðaliðum á aldrinum 13-25 ára fræðslu um mannréttindi með það fyrir augum að sjálfboðaliðarnir geti betur greint hatursorðræðu á pólskum vefsíðum.

Aðalmarkmið verkefnisins er valdefling sjálfboðaliðanna og að virkja þá til góðra verka fyrir samfélag sitt.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka ábendingarhnapp á heimasíðu sinni þar sem meðal annars er hægt að tilkynna um einelti á netinu eða hatursorðræðu. Barnaheill eru einnig aðilar að SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) sem hefur verið falið að innleiða verkefni Evrópuráðsins um hatursorðræðu á netinu á Íslandi; Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð.