Gleymum ekki börnunum

Á Horni Afríku/Ljósm. Save the Children
Á Horni Afríku/Ljósm. Save the Children

Helle Thorning-Schmidt_jan2018Helle Thorning-Schmidt framkvæmdastjóri Save the Children verður í Davos í Sviss í þessari viku. Þar fer fram árlegur fundur Alþjóðaefnahagsþingsins sem allir helstu þjóðarleiðtogar heims sækja. Þema fundarins er Sameiginleg framtíð (#SharedFuture). Helle mun hvetja leiðtogana til þess að gleyma ekki börnum sem hafa orðið út undan. Þar á hún við börn Róhingja sem vaxa upp í flóttamannabúðum þar sem hver dagur er barátta um að komast af. Börn í Jemen sem mega þola sprengjur og  hvínandi byssukúlur og börn sem búa í löndum á Horni Afríku sem vita ekki hvort eða hvenær þau fá næstu máltíð.