Góðir fulltrúar fyrir Ísland

Tvö ungmenni, Haukur Sigurðsson og Íris Ósk Traustadóttir, voru fulltrúar Íslands á Barnaþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í New York nú í maí í tengslum við aukaallsherjarþing Sþ um réttindi barna. Ráðgert hafði verið að halda þingið í september á síðasta ári en því var frestað vegna hryðjuverkanna í New York.

Tvö ungmenni, Haukur Sigurðsson og Íris Ósk Traustadóttir, voru fulltrúar Íslands á Barnaþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í New York nú í maí í tengslum við aukaallsherjarþing Sþ um réttindi barna. Ráðgert hafði verið að halda þingið í september á síðasta ári en því var frestað vegna hryðjuverkanna í New York.

Páll Pétursson félagsmálaráðherra leiddi opinbera sendinefnd Íslands en í henni áttu m.a. sæti tveir fulltrúar frá Barnaheillum. Barnaþingið sóttu 350 börn og ungmenni víðs vegar að úr heiminum. „Tilgangurinn með þinginu var m.a. að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á framkvæmdaáætlun sem snertir þeirra málefni. Félagsmálaráðuneytið og fastanefnd Íslands hjá Sþ eiga þakkir skildar fyrir góða skipulagningu. Fulltrúar Íslands, þau Haukur og Íris Ósk, stóðu sig frábærlega og voru góðir fulltrúar lands og þjóðar,” segir Kristín Jónasdóttir.