Grikkland höndlar ekki gífurlegan fjölda flóttamanna

Flóttabörn og börn í hópi hælisleitenda eiga á hættu að að vera misnotuð, eða að fá sjúkdóma vegna skorts á opinberri þjónustu og stuðningi þar sem þau koma á land. Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er lagt mat á stöðu barna sem flóttamanna eða hælisleitenda í Grikklandi. Um það bil 1.000 manns koma á land á grísku eyjunum dag hvern, meiri hluti þeirra eru Sýrlendingar sem leita skjóls í Evrópu. Í júní komu 4.270 börn til eynna, þar af voru 86 án fylgdar.


Multi sector needs assessment - migrants and refugees in Greece - forsíðaFlóttabörn og börn í hópi hælisleitenda eiga á hættu að að vera misnotuð, eða að fá sjúkdóma vegna skorts á opinberri þjónustu og stuðningi þar sem þau koma á land í Grikklandi. Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children er lagt mat á stöðu barna sem flóttamanna eða hælisleitenda í Grikklandi. Um það bil 1.000 manns koma á land á grísku eyjunum dag hvern, meiri hluti þeirra eru Sýrlendingar sem leita skjóls í Evrópu frá stríðinu í heimalandinu. Í júní komu 4.270 börn til eynna, þar af voru 86 án fylgdar. Á þessu ári er heildarfjöldi flóttamanna kominn yfir 100 þúsund og búist er við að hann verði 200 þúsund manns í lok árs.

Móttökustöðvar ná engan veginn að sinna þessum gífurlega fjölda. Afleiðingin er sú að mikill skortur er á mat, vatni, lyfjum og öruggum stöðum til að sofa á. Alls eru móttökustöðvar sem taka á móti flóttafólki fyrst eftir að það kemur til landsins níu, en vegna skorts á fjármagni virkar aðeins ein þeirra að fullu. Staðarbúar og alþjóðleg mannúðarsamtök hafa reynt að fylla í sum skörðin, en börn búa enn við hræðilegar aðstæður.

Börn eru viðkvæm, sérstaklega þau sem sofa ein úti eða eru lokuð í stórum blönduðum hópum í yfirfullum móttökustöðvum. Þau eiga á hættu að lenda í mansali og kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Í sumum tilfellum hafa börn sagt starfsfólki Save the Children í Lesvos, Chios, Kos og Athenu að þau hafi ekki borðað svo dögum skipti, að þau séu hrædd við að sofa úti eða að fara á klósettið að nóttu til af ótta við misnotkun.

Ungabörn og börn eiga einnig sérstaklega á hættu að fá niðurgangspestir, sólbrenna, fá sólsting og ofþornun, sem getur reynst ungum börnum banvænt. Í flóttamannabúðunum hafa 90% ekki fullnægjandi aðstæður til að sofa á – eins og tjald – og lítið er um vatns- eða salernisaðstöðu.

„Grikkland er að bregðast flóttabörnum og börnum sem hælisleitendum, sérstaklega þeim sem eru án fylgdar og fara þessa hættulegu ferð ein,“ segir Francis Wood, hjá Barnaheillum – Save the Children; „Hætturnar eru mjög raunverulegar og þetta er að gerast hér hjá okkur í Evrópu.“

Yfirvöld í Grikklandi bera ábyrgð á &