Guðni forseti kaupir fyrsta ljósið í Landssöfnun Barnaheilla

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Verndara …
Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri Verndara barna og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Hin árlega Landssöfnun Barnaheilla hófst sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl og stendur hún yfir til 3. maí. Herra Guðni Th. Jóhannesson kom í húsnæði Barnaheilla á sumdardaginn fyrsta og keypti ljós til að sýna Landssöfnun Barnaheilla, og baráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum, samstöðu. Guðni forseti mætti á staðinn og fór fögrum orðum um starf Barnaheilla en þetta er í fjórða sinn sem hann kemur og kaupir ljós í þessari mikilvægu fjáröflun.

Söfnunin í ár ber heitið ,,Staldraðu við. Með þinni hjálp getum við verndað börn“ og rennur allur ágóði af sölunni í forvarnafræðslu Verndara barna. Ljósið kostar 2000 kr. og eru bæði einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök um allt land að selja ljósið. Einnig er hægt að kaupa ljósið í vefverslun okkar hér.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri innlendra verkefna, ghbjarna@barnaheill.is eða í síma 846 9648.