Gulnaz í Swat-dalnum segir frá reynslu sinni

GULNAZ_IMAGE12_minniMiklar rigningar í Pakistan í júlí síðastliðnum ollu gríðarlegum flóðum sem hafa haft áhrif á líf 21 milljónar manna, þar af að minnsta kosti 6 milljóna barna. Þessi börn eru, með hverjum deginum sem líður, viðkvæmari fyrir vannæringu og lífshættulegum sjúkdómum. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta mesta neyðarástand sem skapast hefur í heiminum á liðnum árum.

GULNAZ_IMAGE12_minniMiklar rigningar í Pakistan í júlí síðastliðnum ollu gríðarlegum flóðum sem hafa haft áhrif á líf 21 milljónar manna, þar af að minnsta kosti 6 milljóna barna. Þessi börn eru, með hverjum deginum sem líður, viðkvæmari fyrir vannæringu og lífshættulegum sjúkdómum. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta mesta neyðarástand sem skapast hefur í heiminum á liðnum árum.

Gulnaz, ellefu ára stúlka frá Swat-dalnum, missti heimili sitt þegar flóðin gengu yfir heimahérað hennar. Henni og fjölskyldu hennar var komið fyrir í bráðabirgðaskýli í tjaldbúðum sem risu í nágrenninu. Hún er ein af fjölmörgum börnum sem njóta aðstoðar Barnaheilla – Save the Children. Hún sækir eitt af þeim barnvænu svæðum sem samtökin hafa komið upp til að hjálpa börnum að upplifa að nýju eðlilegt líf auk þess sem börnin fá hjálp við að vinna úr þeim miklu áföllum sem þau hafa orðið fyrir.

„Fyrir flóðin, bjó ég í þorpi. Núna bý ég í tjaldbúðum fyrir fólk sem missti heimili sín í flóðunum. Faðir minn var látinn svo ég bjó hjá frænku minni. Við erum níu systkini, sex bræður og þrjár systur. Við erum vön flóðunum á hverju ári, en venjulega eru þau lítil og valda engum skemmdum. Við áttum því von á einhverju svipuðu í ár og biðum eftir því að flóðunum linnti. En vatnið hélt áfram að vaxa og fljótlega náði það að húsinu okkar. Morguninn eftir, var húsið okkar þegar nokkuð skemmt. Svo við tókum allt sem við gátum haldið á og yfirgáfum húsið. Þá um kvöldið var okkur sagt að ástandið væri mjög slæmt og við yrðum að yfirgefa svæðið. Þegar við komum til baka, morguninn eftir, var húsið okkar algjörlega horfið. Það eina sem við náðum að bjarga, var líf okkar. Allt annað hafði flóðið tekið.“
 
„Þegar húsið var horfið, fórum við til annarrar frænku. En flóðið tók húsið hennar fljótlega líka. Þá héldum við til öruggara svæða og nú búum við öll í tjaldbúðunum. Í fyrstu bjuggum við í skólabyggingu en síðan urðum við að flytja okkur til þessara tjaldbúða. Hér höfum við verið í viku. Þegar við bjuggum í húsinu okkar, vorum við hamingjusöm. En hér í tjöldunum, erum við sorgmædd.“

„Einn daginn voru börn hér fyrir utan tjaldbúðirnar sem voru að tala um stað þar sem við gætum farið, leikið okkur og verið með öðrum b&