Hádegisfundur Barnaheilla 5. desember 2007

Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, búnar undir það að takast á  við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt? Þessum spurningum var leitað svara við í úttekt sem Barnaheill létu gera sumarið 2007. Miðvikudaginn 5. desember boða Barnaheill til hádegisfundar í Kornhlöðunni frá kl. 12:00- 13:00 í tengslum við 16 daga átak félagasamtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektarinnar. Enn fremur  verður fjallað um  aðkomu Evrópuhóps Barnaheilla að baráttunni gegn mansali.

Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, búnar undir það að takast á  við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt? Þessum spurningum var leitað svara við í úttekt sem Barnaheill létu gera sumarið 2007. Miðvikudaginn 5. desember boða Barnaheill til hádegisfundar í Kornhlöðunni frá kl. 12:00- 13:00 í tengslum við 16 daga átak félagasamtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektarinnar. Enn fremur  verður fjallað um  aðkomu Evrópuhóps Barnaheilla að baráttunni gegn mansali.