Síhækkandi matvælaverð stefnir lífi 400 þúsund barna í hættu

Niger_matvlaskortur_minniBarnaheill – Save the Children vara við því að síhækkandi matvælaverð geti stefnt lífi 400 þúsund barna í hættu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar samtakanna. Leiðtogafundur G20 ríkjanna hefst í Cannes í Frakklandi á morgun.

Niger6_REP_180510_minniBarnaheill – Save the Children vara við því að síhækkandi matvælaverð geti stefnt lífi 400 þúsund barna í hættu. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar samtakanna. Leiðtogafundur G20 ríkjanna hefst í Cannes í Frakklandi á morgun.

Í rannsókninni skoða Barnaheill – Save the Children sambandið á milli hækkandi matvælaverðs og barnadauða. Niðurstaðan er sú að hækkun á kornverði (40% hækkun frá árinu 2009 til ársins 2011) getur stefnt lífi 400 þúsund barna í hættu. Í ljósi fjármálakreppunnar á evrusvæðinu sem verður aðalefni leiðtogafundar G20 ríkjanna í ár, skora Barnaheill – Save the Children á þjóðarleiðtoga að tryggja að fátækustu börn heimsins gleymist ekki og að þau fái vernd gegn síhækkandi matvælaverði. Það geta leiðtogarnir gert með því að standa við loforð sín um fjárfestingu í landbúnaði.

Á leiðtogafundi G8 ríkjanna í L‘Aquila árið 2009, skuldbundu 13 lönd (þar af eru 11 á fundinum í Cannes) til að reiða fram 22 milljarða dollara fram til loka árs 2012 til hjálpar fátækustu bændunum. Hins vegar er enn beðið eftir að meirihluti þeirrar upphæðar verði greiddur, þrátt fyrir umfang hungurskreppunnar. Nú er aðeins ár til stefnu og enn hafa einungis 22% af því fjármagni, sem lofað var, verið afgreidd.

„Það er raunverulega hætta á því að kreppan á evrusvæðinu muni ýta umræðu um matvælakreppu heimsins með öllu út af dagskrá G20 ríkjanna,“ segir Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. „Þó það geti talist eðlilegt að nýjustu vandamálin hljóti mestu athyglina, mega G20 ríkin ekki gleyma viðvarandi áhrifum matvælakreppunnar. Samkvæmt okkar niðurstöðum, eru líf 400 þúsund barna í hættu sem tengja má nýlegum hækkunum á matvælaverði. Daginn sem fundur G20 ríkjanna hefst, munu milljónir barna vakna svöng vegna síhækkandi matvælaverðs. G20 ríkin mega ekki gleyma aðstæðum þessara barna og fjölskyldna þeirra, þau verða að standa við skuldbindingar sínar um að takast á við þennan vanda.“

Vannæring er nú þegar völd að dauða tæplega þriðjungs þeirra barna sem látast ár hvert og eitt barn af hverjum þremur sem býr í þróunarlöndunum þroskast ekki eðlilega, þau börn eru veikburða og síður líkleg til að ganga vel í skóla eða finna atvinnu er fram líða stundir. Með tilkomu matvælakreppunnar, er enn erfiðara en áður fyrir foreldra að sjá börnum sínum fyrir næringa