Eru hagsmunir barna hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku í forsjár- og umgengnismálum?

N8mai2011allSíðasti morgunverðarfundur Náum áttum- fræðsluhópsins á þessum vetri verður 11. maí nk. á Grand hóteli og hefst kl. 8.15. Þá verður fjallað um það hvort hagsmunir barna séu hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku í forsjár- og umgengnismálum. Fundurinn er öllum opinn.

Síðasti morgunverðarfundur Náum áttum- fræðsluhópsins á þessum vetri verður 11. maí nk. á Grand hóteli og hefst kl. 8.15. Þá verður fjallað um það hvort hagsmunir barna séu hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku í forsjár- og umgengnismálum. Fundurinn er öllum opinn.

Yfirskrift fundarins er: „Eru hagsmundir barna hafðir að leiðarljósi við ákvarðanatöku í forsjár- og umgengismálum?“. Frummælendur að þessu sinni eru Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri sifja- og skiptadeildar Sýslumannsembættisins í Reykjavík  en hún fjallar um feril forsjár- og umgengnismála, Helga Jóna Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur fjallar um aðkomu Barnaverndar Reykjavíkur að umgengnismálum og Álfheiður Steiþórsdóttir sálfræðingur sem ræðir um hagsmuni barns í forsjár- og umgengismálum. Fundarstjóri verður Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hjá Umboðsmanni barna en í lok fundar eru opnar umræður.

N8mai2011all