Happdrætti til styrktar börnum á Gaza

Gríma Björg, Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Jóna Vestfjörð og Kolbrún Pálsdóttir…
Gríma Björg, Tótla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Jóna Vestfjörð og Kolbrún Pálsdóttir verkefnastjóri erlendra verkefna hjá Barnaheillum

Jóna Vestfjörð og Gríma Björg Thorarensen stóðu fyrir happdrætti yfir hátíðirnar þar sem miðasala rann óskert til neyðarsöfnunar Barnaheilla fyrir börn á Gaza. Alls söfnuðust 4.400.000 krónur og var Barnaheillum afhent upphæðin í dag.

Barnaheill þakka Jónu, Grímu og þeim sem keyptu happdrættismiða kærlega fyrir stuðninginn. Hver króna skiptir máli fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Gaza. Starfsfólk alþjóðasamtaka Barnaheilla – Save the Children eru á vettvangi og vinna allan sólarhringinn að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra. Starfsfólk dreifir matarpökkum, drykkjarvatni, hlýjum fötum, teppum, lyfjum og öðrum nauðsynlegum birgðum.