Hátíð trjánna - list í þágu barna 9. nóvember

Barnaheill standa fyrir hátíðar- og fjáröflunarkvöldverðinum Hátíð trjánna - list í þágu barna á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Allur ágóði kvöldsins rennur til innlendra og erlendra verkefna Barnaheilla.

Barnaheill standa fyrir hátíðar- og fjáröflunarkvöldverðinum Hátíð trjánna - list í þágu barna á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. nóvember næstkomandi. Allur ágóði kvöldsins rennur til innlendra og erlendra verkefna Barnaheilla.

Þetta er þriðja árið í röð sem Barnaheill halda þennan viðburð. Húsið verður opnað kl. 19 með fordrykk og léttum veitingum. Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari taka á móti gestum með ljúfum tónum. Borðhald hefst kl. 19.45 með glæsilegum þriggja rétta matseðli. Sérlegur gestur verður Sir Mike Aaronson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bretlandi. Björg Þórhallsdóttir söngkona tekur lagið fyrir gesti, við undirleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Hundur í óskilum slær á létta strengi þegar líða tekur á kvöldið. Veislustjóri verður Gísli Einarsson.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í hátíðarkvöldverðinum hafi samband við Maríu Skúladóttur hjá Barnaheillum, netfang: maria@barnaheill.is, sími 553 5900. Sjá einnig www.barnaheill.is

Á kvöldverðinum verða boðin verða upp glæsileg listaverk 11 þjóðþekkta listamenn. Þema listaverkanna er tré og af því dregur Hátíð trjánna nafn sitt. Alp Mehmet, sendiherra Bretlands, og Harpa Þórsdóttir listfræðingur sjá um uppboð á listaverkunum.

Barnaheill þakka listamönnunum, undirbúningsnefnd og styrktaraðilum sem að Hátíð trjánna koma fyrir ómetanlegan stuðning við verkefni samtakanna.

Sævar Karl er styrktaraðili Hátíðar trjánna og eru listaverkin til sýnis í versluninni í Bankastræti fram til 9. nóvember. Þeir sem áhuga hafa á að bjóða í listaverkin láti starfsfólk Sævars Karls vita.

Þann 24.október afhjúpaði frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla, listverkin við formlega athöfn í verslun Sævars Karls. Börn úr tónlistaskólanum Do Re Mí voru með tónlistaratriði.