Hátíð trjánna tókst vonum framar

Hátíð trjánnaPetrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir árangur kvöldsins hafa verið langt umfram væntingar. „Samkoman tókst einstaklega vel og skemmtu gestirnir, sem voru um 190 talsins, sér ákaflega vel. Öll verkin seldust og sum fyrir metfé. Ég vil koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu okkur lið í þessu frábæra fjáröflunarátaki en árangurinn veitir okkur vissu fyrir því að fólk kann að meta það mikilvæga starf sem Barnaheill vinna," segir Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Áherslur Barnaheilla í verkefnum hérlendis eru á réttindi barna, baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, geðheilbrigðismál og málefni barna innflytjenda. Áherslur Barnaheilla í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, fyrst og fremst í stríðshrjáðum löndum og styðja Barnaheill m.a. við verkefni í Kambódíu og Norður- Úganda.


Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir árangur kvöldsins hafa verið langt umfram væntingar. „Samkoman tókst einstaklega vel og skemmtu gestirnir, sem voru um 190 talsins, sér ákaflega vel. Öll verkin seldust og sum fyrir metfé. Ég vil koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu okkur lið í þessu frábæra fjáröflunarátaki en árangurinn veitir okkur vissu fyrir því að fólk kann að meta það mikilvæga starf sem Barnaheill vinna," segir Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Áherslur Barnaheilla í verkefnum hérlendis eru á réttindi barna, baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, geðheilbrigðismál og málefni barna innflytjenda. Áherslur Barnaheilla í erlendum verkefnum eru á grunnmenntun barna, fyrst og fremst í stríðshrjáðum löndum og styðja Barnaheill m.a. við verkefni í Kambódíu og Norður- Úganda.

Dagskrá kvöldsins var vegleg með glæsilegum kvöldverði, skemmtidagskrá og uppboði á listaverkunum. Allir sem fram komu á kvöldinu gáfu vinnu sína að öllu leyti eða að hluta til. Veislustjóri var Gísli Einarsson og heiðursgestur kvöldsins var Sir Mike Aaronson fyrrum framkvæmdastjóri Barnaheilla í Bretlandi. Uppboðshaldarar voru Alp Mehmet sendiherra Bretlands og Harpa Þórsdóttir listfræðingur. Félagar úr Lionsklúbbnum Nirði aðstoðuðu við uppboðið. Tónlistarmennirnir, Elísabet Waage, Laufey Sigurðardóttir, Björg Þórhallsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir komu fram og vöktu mikla lukku og síðast en ekki síst dúettinn Hundur í óskilum. 

Á Hátíð trjánna voru boðin upp listaverk eftir Alistair Macintyre, Brian Pilkington, Finnboga Pétursson, Helga Gíslason, Huldu Hákon, Jónas Braga Jónasson, Sigurð Guðmundsson, Steinunni Þórarinsdóttur, Svövu Björnsdóttur, Vigni Jóhannsson og Þórdísi Öldu Sigurðardóttur. 

Skipuleggjendur Hátíðar trjánna voru, auk starfsmanna Barnaheilla, Dögg Káradóttir, Elaine Mehmet, Elsa Einarsdóttir, Helga Sverrisdóttir, Inga Sólnes og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og unnu þær allt sitt starf í sjálfboðavinnu. 

Styrktaraðilar viðburðarins voru verslunin Sævar Karl, Hilton Reykjavik Nordica, Icelandair, Blómaval, Athygli og PR.

Barnaheill þakka kærlega öllum þeim sem gerðu Hátíð trjánna að veruleika með vinnu sinni, þátttöku og framlögum.