Héðinn Halldórsson kynnti starf alþjóðasamtakanna

Héðinn Halldórsson, starfsmaður Barnaheilla - Save the Children í Danmörku, heimsótti starfsfólk og stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi laugardaginn 22. desember.  Héðinn starfar sem fjölmiðlafulltrúi vegna neyðarhjálpar (Emergency Communication Manager) og er sendur víða um heim í þeim tilgangi, bæði á vegum samtakanna  í Danmörku og einnig sem fulltrúi alþjóðasamtaka Save the Children. 

Héðinn hefur starfað fyrir samtökin í u.þ.b. 8 mánuði og verið staðsettur  m.a. í Líbanon, Jórdaníu, Eþíópíu og á Indlandi.  Héðinn kynnti störf sín og ýmis verkefni dönsku samtakanna.  þar ber hæst að nefna samstarfsverkefni Noregs og Danmerkur í vitundarvakningu og baráttu við fátækt heimafyrir.