Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir málþingi um tannheilsu íslenskra barna miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 9-11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Í dag er tannheilsa íslenskra barna í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa fyrir málþingi um tannheilsu íslenskra barna miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 9-11 á Grand Hóteli í Reykjavík. Í dag er tannheilsa íslenskra barna í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum.

Skv. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur staðfest, eiga börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt er að tryggja, svo sem  með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Í 2. gr. sáttmálans er kveðið á um jafnræði allra barna og bann við mismunun, m.a. á grundvelli félagslegrar stöðu. Þá er ábyrgð aðildarríkja þannig skilgreind að þeim beri, að tryggja börnum þau réttindi sem barnasáttmálinn kveður á um eftir því sem þau framast geta, auk þess sem ábyrgð foreldra er skýr. Í dag er tannheilsa íslenskra barna í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum og til eru dæmi um börn sem ekki hafa farið til tannlæknis svo árum skiptir.

Dagskrá:

09:00 Helgi Ágústsson, formaður stjórnar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi setur málþingið

09:05 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flytur ávarp.

09:25 Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands:
Tannlækningar íslenskra barna – Málefni Tannlæknafélags Íslands.

09:40 Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis:
Tannheilsa leikskólabarna.

09:55 Inga B. Árnadóttir, tannlæknir og prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands:
Tannheilsa íslenskra barna – Forvarnir tannsjúkdóma.

10:15 Pallborðsumræður


Á málþinginu verða einnig sýnd stutt myndbönd sem nemendur í Snælandsskóla hafa unnið um málefnið.
Fundarstjóri er Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.

Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Vinsamlega staðfestið þátttöku í málþinginu með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.is fyrir 25. mars nk.