Herdís L. Storgaard hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi


Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri slysavarna barna hjá Slysavarnarhúsinu, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2011 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda. Hér á landi eru engin heildstæð lög um slysa- og forvarnir sem þýðir í raun að öll eftirlitskerfi eru svo gott sem óvirk.

afhending_minniHelgi Ágústsson, formaður stjórnar Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Stefán Sverrisson, nemi í Lindaskóla, afhentu Herdís L. Storgaard viðurkenningu samtakanna. Ljósmyndari: Arnaldur Halldórsson.Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna. Barnasáttmálinn er leiðarljós í öllu starfi samtakanna.

Í ár hlaut Herdís L. Storgaard viðurkenninguna. Hún hefur um árabil verið óstöðvandi í baráttu sinni fyrir bættum slysavörnum, ekki síst í þágu barna. Starf hennar hefur einkennst af stöðugri baráttu við að ná eyrum ráðamanna og annarra um mikilvægi slysavarna og staðfesta Herdísar hefur sannarlega skilað árangri. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur slysum á börnum fækkað um helming, dauðaslysum á börnum hefur fækkað um 65% á tímabilinu, sem fyrst og fremst má þakka fækkun drukknuna hér á landi, og hugsunarháttur er gjörbreyttur. Herdís hefur frá árinu 1991 veitt slysavarnarverkefninu Árvekni forstöðu en nú eru blikur á lofti um framtíð þess verkefnis. Það var í tíð þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem þetta fyrsta skipulagða verkefni í slysavörnum barna og unglinga hér á landi var hleypt af stokkunum. Slysavarnafélag Íslands hlaut þá styrk til þessa tilraunaverkefnis í sex mánuði og Herdís var ráðin til að veita því forstöðu. Það hefur hún gert allt til þessa dags.

Árlega sinnir Herdís ríflega 2000 fyrirspurnum og ábendingum sem til hennar berast. Þó margt hafi áunnist, eru slysavarnir í þágu barna endalaust verkefni. Víðast hvar erlendis hefur verið lagt mat á kostnað vegna slysavarna en hér hefur slík vinna ekki farið fram. Árið 1998 var í fyrsta sinn tekið tillit til barna, við endurskoðun byggingarlöggjafar, og byggt á faglegri þekkingu á börnum og hegðun þeirra. Því miður eru mörg dæmi þess að byggingarreglugerðir séu vísvitandi brotnar. Hér á landi eru engin heildstæð lög um slysavarnir sem þýðir í raun að oft eru eftirlitskerfi eru svo gott sem óvirk. Svo dæmi sé tekið, er það mikið áhyggjuefni hversu oft lögum og reglugerðum, sem eiga að tryggja börnum öryggi, er ekki framfylgt sem skyldi. Einnig m&aa